Enski boltinn

Debuchy á leiðinni til Newcastle

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mathieu Dubuchy er á leiðinni í enska boltann. Mynd/Getty Images
Mathieu Dubuchy er á leiðinni í enska boltann. Mynd/Getty Images
Newcastle hefur komist að samkomulagi við Lille um kaup á franska landsliðsmanninum Mathieu Debuchy. Kaupverð er talið vera um 5 milljónir sterlingspunda.

Debuchy er hægri bakvörður og hefur lengi verið orðaður við Newcastle. Enska liðið reyndi að kaupa leikmanninn í sumar en tókst ekki að komast að samkomulagi við Lille.

Talið er að Debuchy verði fyrstu kaup Alan Pardew í janúar en hann freistar þess að styrkja leikmannahóp liðsins. Newcastle hefur valdið vonbrigðum í vetur en liðið er í 15. sæti ensku deildarinnar þegar tímabilið er hálfnað.

Debuchy er góður vinur Yohan Cabaye sem leikur með Newcastle og mun það hafa haft mikil áhrif á að leikmaðurinn kaus að fara til Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×