Enski boltinn

60 milljóna punda verðmiði á Bale

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspurs hafa nú stigið fram og sett 60 milljóna punda verðmiða á Gareth Bale en frá þessu greinir enska pressan í dag.

Real Madrid hefur sýnt þessum magnaða leikmanni mikinn áhuga en Walesverjinn hefur verið magnaður á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu.

Cristiano Ronaldo er mögulega á leiðinni frá Real Madrid í sumar og þá væri Bale tilvalinn til að leysa hann af hólmi.

Þessi verðmiði er samt sem áður gríðarlega hár og þarf mikið að gerast svo Tottenham selji leikmanninn frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×