Enski boltinn

Joe Cole gæti verið á leiðinni til QPR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joe Cole
Joe Cole Mynd/ Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Joe Cole hjá Liverpool er hugsanlega á leiðinni til QPR núna strax í janúar en Liverpool vann einmitt liðið í ensku úrvalsdeildinni í gær.

QPR er í mikilli fallbaráttu og eiga án efa eftir að styrkja mannskappinn í janúar þegar félagsskiptaglugginn opnar.

QPR er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig.

Cole hefur ekki fengið að spreyta sig mikið hjá Liverpool og fær ekki nægilega mörg tækifæri hjá Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×