Fleiri fréttir

Haukar - Keflavík í beinni á netinu

Heimasíða KKÍ ætlar að vera með beina lýsingu frá leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

Ramos er sáttur við reiði Keane

Juande Ramos stjóri Tottenham sagði sína menn hafa verið barnalega þegar þeir glutruðu niður forskoti sínu og færðu Manchester City fyrsta heimasigur sinn á árinu í dag.

Jaaskelainen úr leik hjá Bolton

Enska úrvalsdeildarliðið Bolton hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir að ljóst varð að finnski markvörðurinn Jussi Jaaskelainen muni ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni vegna bakmeiðsla.

Mættu bara klár í vinnuna á mánudaginn

Hinn ungi Freddie Sears hjá West Ham átti sannkallaða draumabyrjun um helgina þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Blackburn sem batt enda á hörmulega taphrinu liðsins.

Valskonur úr leik

Kvennalið Vals í handbolta varð að sætta sig við að falla úr leik í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í kvöld þrátt fyrir 24-23 sigur á franska liðinu Merignac á heimavelli. Franska liðið vann fyrri leikinn 36-30 ytra og er því komið í undanúrslit.

KR í lykilstöðu gegn Grindavík

KR vann í kvöld öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna 82-65. KR leiðir því 2-0 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli sínum á miðvikudagskvöldið.

Nani tekur til starfa hjá West Ham í sumar

Björgólfur Guðmundsson og félagar hjá West Ham hafa gengið frá ráðningu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. Sá er ítalskur og heitir Gianluca Nani. Hann starfar hjá Brecia en fær sig lausan þaðan til að hefja störf hjá Íslendingaliðinu í júní.

Eiður fór meiddur af velli í jafntefli Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen þurfti að fara meiddur af velli rétt fyrir leikslok í kvöld þegar Barcelona varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn baráttuglöðu liði Almeria í spænsku úrvalsdeildinni. Liðinu tókst því aðeins að minnka forskot Real Madrid niður í sjö stig eftir að Real tapaði í gær.

Ciudad Real í undanúrslit

Ólafur Stefánsson skoraði níu mörk fyrir Ciudad Real í kvöld þegar liðið lagði Gummersbach frá Þýskalandi 25-23 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta.

Houston - LA Lakers í beinni á NBA TV

Stórleikur Houston Rockets og LA Lakers um toppsætið í Vesturdeildinni er sýndur í beinni útsendingu á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu. Leikurinn hófst klukkan 19:30 en lið Houston hefur unnið 21 leik í röð í deildinni.

Fyrsti heimasigur City á árinu

Manchester City tryggði sér í dag fyrsta sigur sinn á heimavelli síðan um miðjan desember þegar liðið lagði vankaða deildarbikarmeistara Tottenham 2-1.

Öruggur sigur á Færeyingum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé.

Dýrt tap hjá Bolton

Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton misstu í dag af góðu tækifæri til að lyfta sér af fallsvæðinu í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir töpuðu 1-0 fyrir Wigan á útivelli. Wigan spilaði með 10 menn lengst af í leiknum en það var Emile Heskey sem skoraði markið sem réði úrslitum.

Dýrmætur sigur hjá Fulham

Fulham heldur enn í veika von um að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni eftir frækinn 1-0 sigur á Everton í dag. Everton tapaði af sama skapi dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsætið.

Fabregas er Taylor enn reiður

Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal er enn reiður út í Martin Taylor hjá Birmingham eftir að tækling hans kostaði Eduardo leiktíðina á dögunum.

Forlan ekki búinn að loka á England

Framherjinn Diego Forlan hjá Atletico Madrid segist alls ekki útiloka að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Hann náði sér reyndar aldrei á strik þegar hann lék með Manchester United fyrir nokkrum árum, en hefur skorað grimmt á Spáni fyrir Villarreal og Atletico.

Allardyce vill að Keegan fái meiri tíma

Sam Allardyce segist ekki vera bitur lengur eftir að hann var rekinn frá Newcastle í vetur og vill að forráðamenn félagsins veiti Kevin Keegan lengri tíma en hann fékk sjálfur til að byggja liðið upp.

Óttast að missa Laudrup til Englands

Forseti spænska félagsins Getafe viðurkennir að hann óttist að missa þjálfara sinn Michael Laudrup í ensku úrvalsdeildina þegar samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.

Níu breytingar á liði Bolton

Grétar Rafn Steinsson kemur aftur inn í byrjunarlið Bolton fyrir mikilvægan botnbaráttuleik þess gegn Wigan á útivelli sem hefst nú klukkan 15. Gary Megson gerir níu breytingar á hóp sínum frá því í Evrópukeppninni í vikunni, en Heiðar Helguson er ekki í hópnum að þessu sinni.

Ronaldo er að leika sér að úrvalsdeildinni

Walesverjinn Robert Earnshaw hjá Derby segist vera mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en Portúgalinn skoraði sigurmarkið í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni í gær.

Meistararnir töpuðu - Orlando í úrslitakeppnina

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Meistarar San Antonio töpuðu fimmta leiknum sínum í röð á útivelli þegar þeir lágu fyrir Philadelphia 103-96. Þetta var fjórði sigur Philadelphia í röð og vantar liðið nú aðeins einn sigur til að komast í 50% vinningshlutfall.

Byrjunarliðið gegn Færeyingum

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir æfingaleikinn gegn Færeyingum í Kórnum í Kópavogi klukkan 16 í dag.

Lewis Hamilton: Minn besti sigur

Bretinn Lewis Hamilton telur að sigurinn í Melbourne sé sá besti í upphafi. Hann leiddi mótið frá upphafi til enda.

Terry eða Ferdinand sem fyrirliði

Steven Gerrard er þriðji kostur landsliðsþjálfarans Fabio Capello til að taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu ef marka má heimildir breska blaðsins News of the World.

Hamilton vann í viðburðarríkri keppni

Bretinn Lewis Hamtilon byrjaði titilsóknina eins og best verður á kosið í fyrsta Formúlu 1 móti ársins. Hann kom fyrstur í mark eftir viðburðaríka keppni þar sem aðeins 7 bílar af 22 komust á leiðarenda. Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji á Williams Toyota.

Ófarir Real héldu áfram á Riazor

Real Madrid misnotaði í gærkvöld upplagt tækifæri til að ná 11 stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið lá 1-0 gegn Deportivo á Riazor vellinum.

Gillett hefur fengið morðhótanir

George Gillett, annar eigandi Liverpool, hefur fengið tölvupósta frá reiðum stuðningsmönnum þar sem honum er hótað lífláti ef hann láti verða af því að selja félaga sínum Tom Hicks eitthvað af helmingshlut sínum í félaginu.

Woods hrökk í gang

Snillingurinn Tiger Woods hrökk heldur betur í gang á öðrum hringnum á Arnold Palmer mótinu í golfi í gærkvöld. Hann lék hringinn á fjórum höggum undir pari og er nú kominn í efsta sætið ásamt fjórum öðrum kylfingum.

Benitez var til staðar fyrir mig

Hollenski framherjinn Dirk Kuyt hjá Liverpool segir Rafa Benitez vera besta stjóra sem hann hafi starfað með á ferlinum og segir hann hafa reynst sér vel á erfiðu tímabili í lífi sínu.

Eriksson á höttunum eftir Owen?

Breska blaðið News of the World heldur því fram í dag að Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hafi hug á því að næla í Michael Owen og fleiri sterka leikmenn í sumar.

Eiður í byrjunarliðinu gegn Almeria

Leikur Almeria og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni er nú hafinn og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona, sem getur höggvið vel á forskot Real Madrid með sigri í kvöld.

Ísland hefur yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið hefur 1-0 forystu gegn Færeyingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Það var Jónas Guðni Sævarsson sem kom íslenska liðinu yfir með skalla rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Ferguson hrósaði Ronaldo

Sir Alex Ferguson fór fögrum orðum um Cristiano Ronaldo í dag eftir að sá portúgalski tryggði Manchester United sigur á Derby í baráttuleik á útivelli.

Fjórða jafnteflið í röð hjá Arsenal

Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli sínum Emirates í dag þegar það náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Middlesbrough í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Keflavík lagði Hauka í framlengdum leik

Keflavíkurstúlkur sýndu mikla seiglu þegar þær lögðu Hauka 94-89 í framlengdum háspennuleik í Keflavík í dag. Þetta var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Arnór lék með FCK á ný

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason lék með liði sínu FCK á ný eftir langvarandi meiðsli í dag þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF keppninnar í handbolta með öruggum sigri á franska liðinu Dunkerque 37-26.

Haukar í vænlegri stöðu

Haukar náðu í dag sex stiga forskoti á toppi N1 deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á HK á Ásvöllum 30-25. Liðið hefur nú sex stiga forskot á Fram sem er í öðru sætinu og sjö á Íslandsmeistara Vals sem eru í þriðja sætinu.

Hamilton ánægður með nýja útfærslu Formúlu 1

Bretinn Lewis Hamilton er ánægður gang mála hjá sér fyrir kappaksturinn í Ástralíu á morgun. Hann er fremstur á ráslinu og mjög sáttur við nýjar reglur um útbúnað bílanna. Hamilton keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu í nótt.

Ronaldo tryggði United öll stigin

Cristiano Ronaldo var enn og aftur hetja Manchester United í dag þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á botnliði Derby á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fernando Torres hélt uppteknum hætti og skoraði sitt 20. mark í deildinni þegar hann tryggði Liverpool sigur á Reading.

Maðurinn er puttabrotinn

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver fann sig knúinn til að leiðrétta fjölmiðlamann í nótt þegar hann var að tala um meiðsli bakvarðarins Allen Iverson.

Fyrsti leikur Keflavíkur og Hauka í dag

Fyrsta viðureign Keflavíkur og Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna verður í Keflavík í dag klukkan 17. Ljóst er að hart verður barist enda eru Haukar Íslandsmeistarar og lið Keflavíkur tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum.

Jafnt í hálfleik á Anfield

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Liverpool og Reading er jöfn 1-1.

TCU tapaði í undanúrslitum

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í bandaríska háskólaliðinu TCU þurftu að sætta sig við tap gegn San Diego í undanúrslitum Mountain West deildarinnar í nótt 69-67 í hörkuleik.

Sjá næstu 50 fréttir