Körfubolti

Haukar - Keflavík í beinni á netinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það verður hart barist í leiknum í kvöld.
Það verður hart barist í leiknum í kvöld. Mynd/Anton

Heimasíða KKÍ ætlar að vera með beina lýsingu frá leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

KKÍ mun í vor prufukeyra nýtt kerfi sem er hannað til að vera með beinar uppfærslur frá körfuboltaleikjum. Haukar munu í kvöld reyna að nota kerfið en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum.

Það er búist við hörkuspennandi leik í kvöld en í fyrsta leik liðanna vann Keflavík sigur, 94-89, í framlengdum leik.

Smelltu hér til að sjá lýsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×