Fleiri fréttir

Hamilton fremstur á ráslínu í Melbourne

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma í fyrstu tímatöku ársins í Formúlu 1. Hún fór fram á götum Melborune í Ástralíu, en Finninn Kimi Raikkönen, heimsmeistarinn hjá Ferrari varð sextándi eftir að bíll hans bilaði í tímatökunni. Fernando Alonso á Renault er þrettándi á ráslínu.

Tímamótasamningur undirritaður

Í gær var undirritaður tímamótasamningur vegna kostunar á sýningum frá Formúlu 1 kappaksturinn á sjónvarpstöðinni Stöð 2 Sport.

KR vann Grindavík

KR vann í kvöld sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna, 81-68.

Keflavík deildarmeistari

Keflavík vann í kvöld sigur á Skallagrími í Borgarnesi, 84-76, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla.

Evans ekki kærður fyrir nauðgun

Jonny Evans, leikmaður norður-írska landsliðsins og Manchester United, verður ekki kærður fyrir nauðgun sem átti að hafa átt sér stað í jólaveislu United í desember síðastliðnum.

Keflavík getur orðið deildarmeistari í kvöld

Ef Keflavík vinnur Skallagrím í Borgarnesi í kvöld tryggir liðið sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Það er annars nóg um að vera í körfunni í kvöld.

Söru Björk fagnað við heimkomuna

Sara Björk Gunnarsdóttir sneri í dag heim ásamt íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir vel heppnaða för til Portúgals þar sem liðið vann alla sína leiki á Algarve Cup-mótinu.

Stuðningsmenn beðnir að gæta varúðar

Forráðamenn Manchester United hafa farið þess á leit við stuningsmenn félagsins að þeir fari varlega og sýni stillingu í kring um leikina við Roma í Meistaradeildinni í næsta mánuði.

Grant er sigurviss

Avram Grant stjóri Chelsea er nokkuð sigurviss fyrir leiki liðsins gegn Fenerbache í Meistaradeildinni, en bendir á að tyrkneska liðið sé sýnd veiði en ekki gefin.

Queiroz: Roma er miklu betra núna

Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Manchester United, segir að liði Roma hafi farið mikið fram síðan liðin áttust við í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr á leiktíðinni.

Benitez hefur trú á sínum mönnum

Rafa Benitez hefur trú á því að hans menn í Liverpool hafi það sem til þarf til að slá Arsenal út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.

Wenger: Við förum áfram

Arsene Wenger segist viss um að hans menn í Arsenal hafi það sem til þarf til að bera sigurorð af Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Agger spilar ekki meira á leiktíðinni

Danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger mun ekki spila með Liverpool það sem eftir er af leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í aðra aðgerð vegna ristarbrotsins sem hann varð fyrir í september.

LeBron James prýðir forsíðu Vogue

Körfuboltastjarnan LeBron James fær þann heiður í næsta mánuði að prýða forsíðu glanstímaritsins Vogue. Hann verður aðeins þriðji karlinn til að prýða forsíðu blaðsins auk þeirra George Clooney og Richard Gere.

Uefa drátturinn: Bayern mætir Getafe

Klukkan eitt í dag var dregið í 8-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Þýska stórliðið Bayern Munchen tekur þar á móti lærisveinum Michael Laudrup í spænska liðinu Getafe.

Gríðarlega erfitt verkefni hjá Arsenal

Lið Arsenal á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hér fyrir neðan gefur að líta leikjaplanið hjá liðinu frá páskum.

Liverpool og Arsenal mætast þrisvar á viku

Stjórnarmaðurinn Rick Parry hjá Liverpool var ekki sérlega sáttur við dráttinn í Meistaradeildinni í hádeginu en hann þýðir að Liverpool mun leika þrjá leiki við Arsenal á einni viku. Stórliðin eiga nefnilega deildarleik helgina á milli leikjanna í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni.

Kannast ekki við að hafa klikkað fyrir utan

Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík fór gjörsamlega hamförum í gærkvöldi þegar Grindvíkingar lögðu Þórsara á heimavelli í Iceland Express deildinni. Hann skoraði 34 af 36 stigum sínum í síðari hálfleik.

Lippi tippar á Arsenal

Ítalski þjálfarinn Marcello Lippi segir að öll ensku liðin í Meistaradeildinni hafi burði til að vinna keppnina, en segir Arsenal líklegat að sínu mati. Dregið verður í 8-liða úrslit keppninnar í hádeginu og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.

Hönnuður McLaren rekinn

McLaren liðið í Formúlu 1 hefur rekið bílahönnuðinn sem var í hringiðu njósnamálsins á síðasta tímabili. Hann heitir Mike Coughlan og það var á heimili hans sem 780 blaðsíðna skýrsla um starfsemi Ferrari fannst á sínum tíma.

Phoenix lagði Golden State

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og voru þeir allir nokkuð spennandi.

Hamilton svaraði spretthörku Ferrari

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren reyndist fljótastur á seinni æfingu keppnisliða í Melbourne í nótt. Mark Webber var lengst af með besta tíma, en Hamilton stal þeim heiðri af honum í lokin. Margir ökumenn misstu bíla sína í útaf.

Fram tók annað sætið af Val

Fram vann í kvöld tveggja marka sigur á Val, 29-27, og komst þar með í annað sæti N1-deildar karla á kostnað Íslandsmeistara Vals.

Bolton úr leik

Öll ensku liðin eru úr leik í UEFA-bikarkeppninni eftir að Bolton tapaði fyrir Sporting Lissabon á útivelli í kvöld, 1-0.

Valur í annað sætið

Valur kom sér í dag í annað sæti N1-deildar kvenna með sjö marka sigri á Gróttu, 35-28. Þá vann topplið Fram öruggan sigur á HK.

Guðlaugur vill halda áfram í atvinnumennskunni

Mál Guðlaugs Arnarssonar og Valdimars Þórssonar, leikmanna HK Malmö í Svíþjóð, eru í biðstöðu eins og er en þó þykir nokkuð ljóst að þeir eru á leið frá félaginu.

Hannes: Flakkið fylgir fótboltanum

Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári.

Sjáðu mark Hermanns á Vísi

Smelltu hér til að sjá mark Hermanns Hreiðarssonar í 4-2 sigurleik Portsmouth á Birminghma í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ferguson hefur áhuga á Aaron Ramsey

Forráðamenn Cardiff hafa staðfest að Sir Alex Ferguson hafi sett sig í samband við félagið til að spyrjast fyrir um miðjumanninn Aaron Ramsey. Hinn 17 ára gamli Ramsey þykir mikið efni og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í bikarkeppninni.

Schmeichel lánaður til Coventry

Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið lánaður frá Manchester City til Coventry út leiktíðina. Chris Coleman stjóri Coventry segir son goðsagnarinnar Peter Schmeichel eiga framtíðina fyrir sér.

Oden æfði með Portland

Miðherjinn Greg Oden æfði með liði Portland í 45 mínútur í dag og var í nógu góðu formi til að troða boltanum nokkrum sinnum á æfingunni.

Fjórir leikir í körfunni í kvöld

Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og ljóst að þar verður mikil spenna enda eru þetta fyrstu leikirnir í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Skellir West Ham þeir verstu í hálfa öld

Íslendingalið West Ham hefur mátt þola þrjú 4-0 töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þessi töp eru verstu skellir liðs í þremur leikjum í röð í hálfa öld í efstu deild á Englandi.

Barichello nálgast met

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello hjá Honda í Formúlu 1 ekur í sinni 250. keppni á ferlinum í Ástralíu á sunnudaginn. Hann vantar aðeins sjö keppnir í viðbót til að verða reyndasti ökuþór í sögu Formúlu 1.

Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma

Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir