Handbolti

Ciudad Real í undanúrslit

Ólafur Stefánsson skoraði níu mörk fyrir Ciudad Real í kvöld þegar liðið lagði Gummersbach frá Þýskalandi 25-23 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta.

Ólafur skoraði megnið af mörkum sínum á vítalínunni í leiknum en þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson skoruðu sex mörk hvor.

Ciudad er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar ásamt Kiel, Hamburg og Barcelona.

GOG frá Danmörku gerði 30-30 jafntefli við Celje Lasko í lokaleik sínum í riðlakeppninni og hafnaði í öðru sæti á eftir Barcelona. GOG hefði geta tryggt sér sæti í undanúrslitum ef liðið hefði unnið í dag.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var með GOG í dag en náði ekki að skora en Snorri Steinn Guðjónsson lék ekki með liðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×