Körfubolti

KR í lykilstöðu gegn Grindavík

KR er komið með annan fótinn í úrslitin
KR er komið með annan fótinn í úrslitin Mynd/Víkurfréttir/JónBjörn

KR vann í kvöld öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna 82-65. KR leiðir því 2-0 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli sínum á miðvikudagskvöldið.

Candice Futrell var frábær í liði KR og skoraði 33 stig og hirti 14 fráköst og Hildur Sigurðardóttir náði þrefaldri tvennu með 18 stigum, 13 fráköstum og 11 stoðsendingum.

Tiffany Roberson skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Grindavík í leiknum en KR-stúlkur komu mun ákveðnari til leiks í kvöld og unnu verðskuldaðan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×