Körfubolti

Meistararnir töpuðu - Orlando í úrslitakeppnina

Dwight Howard og félagar í Orlando tryggðu sér öruggt sæti í úrslitakeppninni í nótt
Dwight Howard og félagar í Orlando tryggðu sér öruggt sæti í úrslitakeppninni í nótt NordcPhotos/GettyImages

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Meistarar San Antonio töpuðu fimmta leiknum sínum í röð á útivelli þegar þeir lágu fyrir Philadelphia 103-96. Þetta var fjórði sigur Philadelphia í röð og vantar liðið nú aðeins einn sigur til að komast í 50% vinningshlutfall.

Andre Miller átti frábæran leik fyrir Philadelphia og skoraði 32 stig en Tony Parker var með 27 stig fyrir meistarana.

Orlando Magic tryggði sig í úrslitakeppnina með sigri á Indiana 122-111 á heimavelli. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir Indiana en Danny Granger var með 24 hjá Indiana.

Washington lagði LA Clippers 119-109. Antawn Jamison skoraði 36 stig fyrir Washington en Corey Maggette skoraði 34 fyrir Clippers.

New Jersey tryggði sér sigur á Utah 117-115 á heimavelli þar sem Richard Jefferson skoraði sigurkörfu heimamanna þegar 1,5 sekúnda var eftir af leiknum. Jefferson skoraði 27 stig í leiknum en Carlos Boozer var með 41 stig og 9 fráköst hjá Utah.

Boston vann auðveldan sigur á Milwaukee úti 99-77. Kevin Garnett skoraði 19 stig fyrir Boston sem var án Ray Allen í leiknum en Charlie Bell skoraði 16 stig fyrir Milwaukee.

Phoenix burstaði Sacramento 127-99 heima. Amare Stoudemire skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir heimamenn en Ron Artest var með 26 stig og 9 fráköst hjá Sacramento. Þetta var fjórði sigur Phoenix í röð.

Portland lagði Minnesota 107-96 heima LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland en Marco Jaric var með 19 hjá gestunum.

Loks vann Golden State nauman sigur á Memphis 107-105. Stephen Jackson skoraði 21 stig fyrir Golden State en Hakim Warrick skoraði 23 fyrir gestina.

Staðan í Austur- og Vesturdeild

Svona væri úrslitakeppnin ef hún byrjaði í dag

NBA Bloggið á Vísi

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×