Körfubolti

NBA í nótt: Denver skoraði 168 stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Denver Nuggets minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann ótrúlegan 52 sigur á Seattle, 168-116.

Denver bætti félagsmet með flest stig skoruð í venjulegum leiktíma en þessi frammistaða kemst í fjórða sætið í sögu NBA-deildarinnar.

Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinn í gærkvöldi og í nótt en lesa má um sigur Houston á Lakers og sigur Detroit á New Orleans með því að smella hér.

Denver skoraði 48 stig strax í fyrsta leikhluta og því strax ljóst í hvað stefndi. Stigahæstur í liðinu var Carmelo Anthony með „aðeins" 26 stig en Allen Iverson skoraði 24 stig. Marcus Camby náði þrefaldri tvennu með því að skora þrettán stig, taka fimmtán fráköst og gefa tíu stoðsendingar.

Alls skoruðu átta leikmenn Denver meira en tíu stig í leiknum. 

Kevin Durant var stigahæstur Seattle-manna með 23 stig en Chris Wilcox kom næstur með sautján stig og tólf fráköst.

Dallas vann öruggan sigur á Miami, 98-73. Dirk Nowitzky skoraði 21 stig og Josh Howard fimmtán stig en varamaðurinn Earl Barron var stigahæstur hjá Miami með 21 stig. Þetta var áttundu tapleikur Miami í röð og númer 54 á tímabilinu.

Atlanta vann New York, 109-98, en liðið á enn góðan möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Marvin Williams kom næstur með 25 stig.

Nate Robinson var stigahæstur leikmanna New York með 23 stig en eftir sigurinn eru Atlanta og New Jersey jöfn í 8.-9. sæti og því spennandi lokasprettur framundan hjá þessum liðum.

Cleveland vann Charlotte, 98-91, þar sem LeBron James skoraði 33 stig. Charlotte náði að minnka muninn í tvö stig þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en LeBron og félagar náðu að klára leikinn með stæl.

Sacramento vann Toronto, 106-100, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fjórða leik í röð.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×