Fleiri fréttir

Dramatískur sigur hjá ÍBV

ÍBV gefur ekkert eftir í toppbaráttunni en liðið skellti Keflavík, 2-1, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld.

Umfjöllun: Grindvíkingar klaufar

Grindvíkingar náðu ekki að komast upp fyrir Selfyssinga og úr fallsætinu eftir ,1-1, jafntefli í botnslagnum suður með sjó í kvöld. Grétar Ólafur Hjartarson skoraði mark Grindvíkinga en Auðun Helgason skoraði sjálfsmark og því var jafntefli niðurstaðan.

Umfjöllun: Alfreð sökkti Stjörnunni

Breiðablik vann sannfærandi sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í gærkvöldi en leikurinn endaði 4-0 fyrir Breiðablik. Með þessu halda þeir sér í toppsætinu og juku á markamuninn gegn ÍBV sem náðu dramatískum sigri í kvöld í Eyjum.

Jovanovic samdi við Liverpool

Milan Jovanovic er nú formlega genginn í raðir Liverpool á Englandi en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Geir þjálfar Gróttu áfram

Geir Sveinsson verður áfram þjálfari Gróttu en hann tók við liðinu seint á síðasta tímabili.

Barrichello setur markið hærra

Rubens Barrichello vonast eftir góðum árangri á Williams á heimavelli liðsins á Silverstone um helgina. Williams hefur ekki landað sigri í mörg herrans ár, en hefur unnið marga meistaratitila gegnum tíðina.

Maðurinn sem hljóp inn á í gær var að styðja Cassano

Öryggisgæsla á HM er gagnrýnd í dag eftir að maður hljóp inn á völlinn í gær þegar Spánverjar og Þjóðverjar spiluðu í undanúrslitum HM. Maðurinn hélt á Vuvuzela hljóðfæri og var hent útaf á skammri stundu.

Antic í fjögurra leikja bann

Radomir Antic, þjálfari Serbíu, hefur fengið fjögurra leikja bann frá FIFA. Bannið fékk hann eftir æðiskastið sem hann tók eftir tap gegn Áströlum í riðlakeppni HM.

Konrad Tota ráðinn þjálfari beggja liða Þórs

Það verður nóg að gera hjá Kanadamanninum Konrad Tota á Akureyri á næsta tímabili. Hann hefur verið ráðinn þjálfari bæði karla og kvennaliðs Þórs auk þess sem hann mun leika með liðinu í 1. deild karla.

HM 2010 það þriðja fjölmennasta í sögunni

Þrátt fyrir að fjöldi leikja hafi ekki verið fyrir framan þéttar áhorfendastúkur er heildarfjöldi áhorfenda í Suður-Afríku kominn yfir þrjár milljónir. Þetta gleður FIFA mikið.

Nelson Mandela ekki á úrslitaleiknum?

Fjölskylda Nelson Mandela á enn eftir að ákveða hvort goðsögnin muni mæta á úrslitaleikinn á HM á sunnudaginn. Þessi fyrrum forseti Suður Afríku hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið.

Þjóðverji myrti tvo Ítala vegna HM-rifrildis

Þýskur maður er sakaður um að myrða ítalskt par eftir að rifrildi vegna HM fór úr böndunum. Atvikið átti sér stað í Hannover í Þýskalandi en maðurinn náðist á spænsku eyjunni Mallorca.

Fyrrum meistari í dómaraherberginu

Bretinn Nigel Mansell sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1992 verður dómurum til aðstoðar á breska kappakstrinum á Silverstone um helgina.

Man. City býður aftur í James Milner

Manchester City ætlar að bjóða aftur í James Milner. Félagið bauð um 20 milljónir punda til Aston Villa en næsta boð mun hljóða upp á 24 milljónir.

Bandarískir aðilar vilja í Formúlu 1

Bandarískir aðilar hafa sótt formlega um að komast í Formúlu 1 á næsta ári og flagga m.a. Bandaríkjamanninum Jonathan Summerton sem ökumanni. Hann var einnig nefndur til sögunnar hjá USF1 liðinu sem sótti um fyrir þetta tímabil en allt fór handaskolum hjá þeim

Xavi: Ég vil að við njótum úrslitaleiksins

Nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn þegar Spánverjar mæta Hollendingum. Miðjumaðurinn Xavi segist vonast til þess að Spánverjar geti umfram allt notið úrslitaleiksins.

Durant framlengir við Oklahoma

Stuðningsmenn Oklahoma City Thunder höfðu ástæðu til þess að gleðjast í dag er Kevin Durant tilkynnti á Twitter-síðu sinni að hann væri búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið.

Del Bosque: Við spiluðum stórkostlega

Það kom fáséð bros á andlit spænska landsliðsþjálfarans, Vicente Del Bosque, eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í kvöld.

Löw: Okkur skorti hugrekki

Þýski landsliðsþjálfarinn, Joachim Löw, var auðmjúkur eftir tap hans manna gegn Spánverjum í kvöld. Hann sagði Spánverja einfaldlega hafa verið betri.

Xabi: Einu skrefi frá bikarnum

Miðjumaðurinn spænski, Xabi Alonso, var að vonum himinlifandi eftir sigurinn á Þjóðverjum í kvöld enda Spánverjar komnir í úrslit á HM í fyrsta skipti.

Lahm: Gríðarleg vonbrigði

Philipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, var niðurbrotinn maður eftir tapið gegn Spánverjum í undanúrslitum HM í kvöld.

Man. Utd vill kaupa Sneijder frá Inter

Massimo Moratti, forseti Inter, hefur staðfest að Man. Utd sé á höttunum eftir Hollendingnum Wesley Sneijder sem fer þessa dagana á kostum með hollenska landsliðinu á HM.

Spánn leikur í fyrsta skipti til úrslita á HM

Varnarmaðurinn Carles Puyol skallaði Spánverja í úrslitaleikinn á HM í kvöld er Spánn lagði Þýskaland, 1-0. Mark Puyol var laglegur skalli á 73. mínútu. Þetta er í fyrsta skipti sem Spánn kemst í úrslit á HM en Spánverjar mæta Hollendingum í úrslitaleiknum.

Kuyt: Heimsbyggðin styður Holland

Hollendingurinn Dirk Kuyt er sannfærður um að hlutlausir knattspyrnuáhugamenn um allan heim muni styðja Holland í úrslitaleiknum á HM.

Rooney sleikir sárin á Barbados

Wayne Rooney er kominn í langþráð frí og ekki veitir honum af fríinu eftir vonbrigðin á HM þar sem hvorki hann né enska landsliðið komst í gang.

Torres á tréverkinu

Nú styttist í að undanúrslitaleikur Spánar og Þýskalands á HM hefjist. Fernando Torres þarf að sætta sig við að byrja undanúrslitaleikinn á tréverkinu.

Bosh kemur til Miami og LeBron kannski á leiðinni

Miami Heat mun mæta sterkt til leiks í NBA-deildinni á næstu leiktíð en heimildir ESPN herma að Dwyane Wade ætli sér að vera áfram í herbúðum liðsins og að Chris Bosh ætli sér að spila með Wade hjá Heat.

Valdimar: Valur mjög spennandi kostur

Besti leikmaður N1-deildar karla á síðustu leiktíð, Valdimar Fannar Þórsson, skrifaði undir samning við Val í dag. Hann kemur til félagsins frá HK.

Hodgson vill fá Ruiz til Liverpool

Enskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool, ætli sér að kaupa Bryan Ruiz frá FC Twente í Hollandi.

Sjá næstu 50 fréttir