Enski boltinn

Man. City býður aftur í James Milner

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Manchester City ætlar að bjóða aftur í James Milner. Félagið bauð um 20 milljónir punda til Aston Villa en næsta boð mun hljóða upp á 24 milljónir. Það er líklega ekki nóg og ef Villa segir nei mun City líklega snúa sér annað. Talið er að Villa vilji 30 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. Hann fær 45 þúsund pund á viku hjá Villa en myndi auðveldlega tvöfalda það hjá City. Milner spilaði með Englandi á HM í sumar en hann ætlar að ræða við forráðamenn Villa þegar hann snýr til baka úr fríi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×