Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 09:01 Björn Borg vann Opna franska meistaramótið sex sinnum og Wimbledon fimm ár í röð. epa/Jonas Ekströmer Í nýrri bók sem kemur út í dag segir sænska tennisgoðið Björn Borg frá kókaínfíkn sinni. Fyrir tæpum fjörutíu árum tók hann of stóran skammt og lífga þurfti hann við. Borg vann ellefu risamót áður en hann lagði spaðann á hilluna, aðeins 25 ára. Í nýrri ævisögu sinni, Hjartsláttur, sem kemur út í dag, greinir Borg frá ástæðu þess að hann hætti svona snemma að keppa. Hann fjallar einnig um eiturlyfjaneyslu sína sem fór úr böndunum. Árið 1989 fann eiginkona Borgs, Loredana Berte, hann meðvitundarlausan eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Á þeim tíma var talað um að Borg hefði reynt að fyrirfara sér en í Hjartslætti segist hann hafa tekið of stóran skammt og verið að hrópa á hjálp. „Það sem gerðist var að ég var með hættulega blöndu af eiturlyfjum, pillum og áfengi í líkamanum og þess vegna missti ég meðvitund,“ skrifaði Borg sem minnkaði eiturlyfjaneyslu sína í kjölfarið. En það entist ekki lengi. „Svo liðu vikurnar og djöflarnir sneru aftur. Nýir hlutir áttu sér stað og skyndilega var ég háður á ný.“ Í Hjartslætti segist Borg skammast sín fyrir þennan kafla í lífi sínu þegar hann horfir til baka. Hinn 69 ára Borg glímir nú við krabbamein en er staðráðinn í að vinna bug á því. „Núna er ég kominn með nýjan andstæðing í krabbameininu sem er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég mun sigra það og gefst ekki upp. Ég berst á hverjum degi eins og þetta sé úrslitaleikur Wimbledon. Og þeir fara venjulega vel,“ skrifaði Borg. Tennis Fíkn Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira
Borg vann ellefu risamót áður en hann lagði spaðann á hilluna, aðeins 25 ára. Í nýrri ævisögu sinni, Hjartsláttur, sem kemur út í dag, greinir Borg frá ástæðu þess að hann hætti svona snemma að keppa. Hann fjallar einnig um eiturlyfjaneyslu sína sem fór úr böndunum. Árið 1989 fann eiginkona Borgs, Loredana Berte, hann meðvitundarlausan eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Á þeim tíma var talað um að Borg hefði reynt að fyrirfara sér en í Hjartslætti segist hann hafa tekið of stóran skammt og verið að hrópa á hjálp. „Það sem gerðist var að ég var með hættulega blöndu af eiturlyfjum, pillum og áfengi í líkamanum og þess vegna missti ég meðvitund,“ skrifaði Borg sem minnkaði eiturlyfjaneyslu sína í kjölfarið. En það entist ekki lengi. „Svo liðu vikurnar og djöflarnir sneru aftur. Nýir hlutir áttu sér stað og skyndilega var ég háður á ný.“ Í Hjartslætti segist Borg skammast sín fyrir þennan kafla í lífi sínu þegar hann horfir til baka. Hinn 69 ára Borg glímir nú við krabbamein en er staðráðinn í að vinna bug á því. „Núna er ég kominn með nýjan andstæðing í krabbameininu sem er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég mun sigra það og gefst ekki upp. Ég berst á hverjum degi eins og þetta sé úrslitaleikur Wimbledon. Og þeir fara venjulega vel,“ skrifaði Borg.
Tennis Fíkn Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira