Enski boltinn

The Sun: Eiður lánaður aftur til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Tottenham.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Enska götublaðið The Sun heldur því fram að Eiður Smári Guðjohnsen verði aftur lánaður til Tottenham frá franska liðinu AS Monaco.

Eiður lék með Tottenham á síðari hluta síðasta tímabils og heldur blaðið því fram að gengið verði frá öðrum lánssamningi á allra næstu dögum.

Eiður er samningsbundinn AS Monaco í eitt ár til viðbótar en knattspyrnustjóri liðsins, Guy Lacombe, sagði á dögunum að félagið myndi finna leið til að koma Eiði aftur til Englands, þar sem hann vill vera.

Fram kemur í sömu frétt The Sun að Niko Kranjcar, leikmaður Tottenham, hafi jafnað sig á ökklameiðslunum sínum og verði klár í slaginn þegar nýtt tímabil hefst í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×