Handbolti

Geir þjálfar Gróttu áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson.

Geir Sveinsson verður áfram þjálfari Gróttu en hann tók við liðinu seint á síðasta tímabili.

Geir tók við af Halldóri Ingólfssyni sem var látinn fara eftir að hann samdi við Hauka um að taka við þjálfun liðsins.

Liðið féll engu að síður úr úrvalsdeild karla og verður það verkefni Geirs að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu.

Geir þjálfaði áður Val og er fyrrverandi landsliðsfyrirliði og atvinnumaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×