Enski boltinn

Hodgson: Gerrard gaf engan veginn til kynna að hann vildi fara

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Roy Hodgson er búinn að tala við Steven Gerrard sem verður væntanlega áfram hjá Liverpool. Hodgson segir að leikmaðurinn hafi á engan hátt gefið til kynna að hann vildi fara frá félaginu.

"Þetta gekk mjög vel," sagði Hodgson. "Ég var mjög ánægður með fundinn og hversu jákvæðir þeir voru. Allir hlakka til tímabilsins," sagði stjórinn sem ræddi við Jamie Carragher í leiðinni.

"Þeir eru augljóslega hjarta klúbbsins og það er mjög mikilvægt að halda slíkum mönnum. Ég trúi því vel að mörg önnur stórlið vilji fá Steven en hann gaf ekkert til kynna að hann vildi fara."

Hodgson mun hitta Fernando Torres eftir HM.

Staðarblaðið Echo greindi frá því í dag að Liverpool ætlaði ekki að selja neinn leikmann í sumar án þess að vera búið að tryggja sér eftirmann fyrst. Fiorentina hefur áhuga á Emilio Insúa og er tilbúið til að borga rúmlega 3,5 milljónir punda.

Fabio Aurelio er farinn frá félaginu og ef Insúa verður seldur þarf Hodgson væntanlega að fá tvo nýja vinstri bakverði til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×