Fótbolti

Nelson Mandela ekki á úrslitaleiknum?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Fjölskylda Nelson Mandela á enn eftir að ákveða hvort goðsögnin muni mæta á úrslitaleikinn á HM á sunnudaginn. Þessi fyrrum forseti Suður Afríku hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið. Harmleikur varð í fjölskyldunni þegar þrettán ára gamalt barnabarn hans lést í bílslysi. Mandela mætti ekki á opnunarhátíðina vegna slyssins og óvíst er hvort hann mæti á úrslitaleikinn. Núverandi forseti landsins, Jacob Zuma, mun mæta á leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×