Umfjöllun: Haukar grátlega nálægt því að landa fyrsta sigrinum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 8. júlí 2010 15:37 Ian Jeffs skoraði fyrir Valsmenn. Valur og Haukar skildu jöfn, 2-2, í Pepsi-deild karla er liðin áttust við á þeirra sameiginlega heimavelli Vodafone-vellinum í kvöld. Haukar gátu tryggt sér fyrsta sigurinn undir lokin en Arnar Gunnlaugsson skaut framhjá úr víti. Haukamenn byrjuðu leikinn miklu grimmari og voru líklegri aðilinn. Valsmenn vöknuðu þó eftir korter og voru nálægt því að komast yfir þegar Haukur Páll átti skalla að marki eftir hornspyrnu en Amir Mechica varði glæsilega. Um miðjan fyrrihálfleik skoraði Hilmar Geir Eiðsson fyrsta mark leiksins en hann slapp í gegn eftir frábæra sendingu frá Arnari Gunnlaugssyni og kláraði færið vel. Ian Jeffs jafnaði leikinn fyrir Valsmenn rétt fyrir leikhlé en þá brunaði Arnar Sveinn Geirsson upp vænginn og sendi boltann fyrir þar sem Ian Jeffs var mættur og skoraði auðveldlega framhjá Amir Mehicha í markinu. Þannig stóðu leikar í hálfleik,1-1. Eftir klukkutíma leik komust Haukar aftur yfir en þá skoraði Arnar Gunnlaugsson með góðu skoti eftir gott samspil við Hilmar Rafn Emilsson. Markið kom eftir að Jón Vilhelm Ákason tapaði boltanum klaufalega á miðjunni en hann var svo tekinn af velli í kjölfarið eftir mistökin. Gamli refurinn Sigurbjörn Hreiðarsson kom inn á sem varamaður fyrir Hauk Pál Sigurðsson sem þurfti að yfirgefa völlinn vegna höfuð meiðsla. Hann stimplaði sig inn í leikinn þegar korter var eftir en þá skoraði hann af stuttu færi og jafnaði leikinn á ný fyrir Valsmenn. Á 83 mínútu leiksins fékk Arnar Gunnlaugsson kjörið tækifæri til að tryggja Haukum fyrsta sigurinn en hann skaut þá framhjá úr vítaspyrnu og mátti sjá vonbrigðarsvipinn á stuðningsmönnum Hauka. Mörkin urðu ekki fleiri og sættust liðin á jafntefli en Haukarnir voru ansi nálægt því að krækja í fyrsta sigurinn í þetta skiptið, þeir þurfa þó að bíða eitthvað lengur. Valur-Haukar 2-2 (1-1) 0-1 Hilmar Geir Eiðsson (26.) 1-1 Ian Jeffs (45.) 1-2 Arnar Gunnlaugsson (57.) 2-2 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (74.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: 1027 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6) Skot (á mark): 12-10 (8-5) Varin skot: Kjartan 3 - Amir 5 Horn: 7-2 Aukaspyrnur fengnar: 14-16 Rangstöður: 5-3 Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 6 Stefán Jóhann Eggertsson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Martin Pedersen 5 Greg Ross 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 (43. Sigurbjörn Hreiðarsson 7 ) Rúnar Már Sigurjónsson 6 Jón Vilhelm Ákason 4 (60. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5 ) Ian Jeffs 7 Arnar Sveinn Geirsson 7 Danni König 6 (72. Viktor Unnar Illugason 6 ) Haukar (4-5-1): Amir Mechica 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Guðmundur Mete 7 Kristján Ómar Björnsson 6 Daníel Einarsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (70. Pétur Örn Gíslason 5 ) Hilmar Geir Eiðsson 7 Ásgeir Þór Ingólfsson 6 Gunnar Ásgeirsson 6 Arnar Gunnlaugsson 8 - Maður leiksins Hilmar Rafn Emilsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Valur og Haukar skildu jöfn, 2-2, í Pepsi-deild karla er liðin áttust við á þeirra sameiginlega heimavelli Vodafone-vellinum í kvöld. Haukar gátu tryggt sér fyrsta sigurinn undir lokin en Arnar Gunnlaugsson skaut framhjá úr víti. Haukamenn byrjuðu leikinn miklu grimmari og voru líklegri aðilinn. Valsmenn vöknuðu þó eftir korter og voru nálægt því að komast yfir þegar Haukur Páll átti skalla að marki eftir hornspyrnu en Amir Mechica varði glæsilega. Um miðjan fyrrihálfleik skoraði Hilmar Geir Eiðsson fyrsta mark leiksins en hann slapp í gegn eftir frábæra sendingu frá Arnari Gunnlaugssyni og kláraði færið vel. Ian Jeffs jafnaði leikinn fyrir Valsmenn rétt fyrir leikhlé en þá brunaði Arnar Sveinn Geirsson upp vænginn og sendi boltann fyrir þar sem Ian Jeffs var mættur og skoraði auðveldlega framhjá Amir Mehicha í markinu. Þannig stóðu leikar í hálfleik,1-1. Eftir klukkutíma leik komust Haukar aftur yfir en þá skoraði Arnar Gunnlaugsson með góðu skoti eftir gott samspil við Hilmar Rafn Emilsson. Markið kom eftir að Jón Vilhelm Ákason tapaði boltanum klaufalega á miðjunni en hann var svo tekinn af velli í kjölfarið eftir mistökin. Gamli refurinn Sigurbjörn Hreiðarsson kom inn á sem varamaður fyrir Hauk Pál Sigurðsson sem þurfti að yfirgefa völlinn vegna höfuð meiðsla. Hann stimplaði sig inn í leikinn þegar korter var eftir en þá skoraði hann af stuttu færi og jafnaði leikinn á ný fyrir Valsmenn. Á 83 mínútu leiksins fékk Arnar Gunnlaugsson kjörið tækifæri til að tryggja Haukum fyrsta sigurinn en hann skaut þá framhjá úr vítaspyrnu og mátti sjá vonbrigðarsvipinn á stuðningsmönnum Hauka. Mörkin urðu ekki fleiri og sættust liðin á jafntefli en Haukarnir voru ansi nálægt því að krækja í fyrsta sigurinn í þetta skiptið, þeir þurfa þó að bíða eitthvað lengur. Valur-Haukar 2-2 (1-1) 0-1 Hilmar Geir Eiðsson (26.) 1-1 Ian Jeffs (45.) 1-2 Arnar Gunnlaugsson (57.) 2-2 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (74.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: 1027 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6) Skot (á mark): 12-10 (8-5) Varin skot: Kjartan 3 - Amir 5 Horn: 7-2 Aukaspyrnur fengnar: 14-16 Rangstöður: 5-3 Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 6 Stefán Jóhann Eggertsson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Martin Pedersen 5 Greg Ross 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 (43. Sigurbjörn Hreiðarsson 7 ) Rúnar Már Sigurjónsson 6 Jón Vilhelm Ákason 4 (60. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5 ) Ian Jeffs 7 Arnar Sveinn Geirsson 7 Danni König 6 (72. Viktor Unnar Illugason 6 ) Haukar (4-5-1): Amir Mechica 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Guðmundur Mete 7 Kristján Ómar Björnsson 6 Daníel Einarsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (70. Pétur Örn Gíslason 5 ) Hilmar Geir Eiðsson 7 Ásgeir Þór Ingólfsson 6 Gunnar Ásgeirsson 6 Arnar Gunnlaugsson 8 - Maður leiksins Hilmar Rafn Emilsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast