Fótbolti

Maðurinn sem hljóp inn á í gær var að styðja Cassano

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Öryggisgæsla á HM er gagnrýnd í dag eftir að maður hljóp inn á völlinn í gær þegar Spánverjar og Þjóðverjar spiluðu í undanúrslitum HM. Maðurinn hélt á Vuvuzela hljóðfæri og var hent útaf á skammri stundu. Maðurinn er Ítali og var að mótmæla ákvörðun landsliðsþjálfara síns að velja ekki Antonio Cassano í ítalska landsliðshópinn. Hann var í bláum bol og hljóp inn á miðjan völlinn en lét leikmenn þó alveg í friði. Lögrelan hljóp með manninn inn í göngin og handtók hann. Þessi sami maður, Mario Ferri, hljóp einnig inn á völlinn í nóvember á síðasta ári þegar Ítalir kepptu við Hollendinga í Pescara í æfingaleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×