Fótbolti

Svona komst Spánn í úrslit - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Spánn komst í kvöld í fyrsta skipti í úrslit á HM er liðið lagði Þýskaland af velli, 1-0.

Það var hinn hárprúði miðvörður Barcelona, Carles Puyol, sem skoraði eina mark leiksins með kröftugum skalla á 73. mínútu.

Sigur Spánverja var sanngjarn enda var liðið betra allan leikinn og skapaði mun betri færi.

Hægt er að sjá mark Puyol og öll tilþrif leiksins á VefTV hluta HM-síðu Vísis.

Tilþrifin úr leik kvöldsins sem og öðrum leikjum HM má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×