Fótbolti

Antic í fjögurra leikja bann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Antic rífst við fjórða dómarann í leiknum um vítið.
Antic rífst við fjórða dómarann í leiknum um vítið. GettyImages
Radomir Antic, þjálfari Serbíu, hefur fengið fjögurra leikja bann frá FIFA. Bannið fékk hann eftir æðiskastið sem hann tók eftir tap gegn Áströlum í riðlakeppni HM. Antic var reiður við dómarann Jorge Larrionda sem dæmdi ekki víti sem Antic vildi þegar boltinn fór í hendi Tim Cahill. Ástralir unnu leikinn 2-1. Hann var einnig sektaður um tæp níu þúsund pund. Serbneska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í gær og gagnrýndi úrskurð FIFA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×