Umfjöllun: Grindvíkingar klaufar Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júlí 2010 15:35 Grindvíkingar náðu ekki að komast upp fyrir Selfyssinga og úr fallsætinu eftir ,1-1, jafntefli í botnslagnum suður með sjó í kvöld. Grétar Ólafur Hjartarson skoraði mark Grindvíkinga en Auðun Helgason skoraði sjálfsmark og því var jafntefli niðurstaðan. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Grindvíkingar í ellefta sæti með 6 stig, en Selfyssingar með einu stigi meira í því tíunda. Með sigri gátu heimamenn komist upp fyrir Selfyssinga og í leiðinni úr fallsæti í fyrsta skipti á þessu tímabili. Það var því sannkallaður sex stiga leikur suður með sjó í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst frá fyrstu mínútunum að Grindvíkingar ætluðu að selja sig dýrt. Heimamenn sóttu án afláts í fyrri hálfleiknum og strax á 10. mínútu komst Gilles Mbang Ondo einn í gegn um vörn Selfyssinga og náði fínu skoti að markinu en Jóhann Ólafur varði vel fyrir gestina. Fjórum mínútum síðar komst Jósef Kristinn Jósefsson einn í gegn um vörn Selfyssinga ,eftir frábæra stungusendingu frá Gilles Mbang Ondo, og átti gott skot að markinu en aftur varði Jóhann Ólafur frábærlega. Það var síðan á 22. mínútu leiksins sem heimamenn náðu að brjóta ísinn , en þá skoraði Grétar Ólafur Hjartarson virkilega flott mark eftir að hafa sloppið einn í gegn um vörn Selfyssinga. Eftir markið héldu Grindvíkingar áfram að pressa á Selfyssinga og í raun ótrúlegt að staðan hafi bara verið 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik komu gestirnir tvíefldir til baka og nýttu sér að spila með vindinum. Hægt og rólega juku Selfyssingar pressuna að marki Grindvíkinga og á 49. mínútu var mark dæmt af Selfyssingum. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem Guðmundur Þórarinsson tók af 35 metra færi. Boltinn endaði í slánni og hrökk út til Davíðs Birgissonar sem renndi honum í netið. Dómarinn dæmdi aftur á móti markið af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar náðu Selfyssingar að jafna metin en þá varð Auðun Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þar var aftur á ferðinni Guðmundur Þórarinsson en hann tók frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Jóni Daða Böðvarssyni sem skallaði boltann í slánna og niður í jörðina. Auðun Helgason reyndi því næst að hreinsa boltann frá með þeim afleiðingum að hann skoraði sjálfsmark. Bæði liðin voru líklega í restina að ná inn sigurmarkinu en það hafðist ekki og því lyktaði leiknum með ,1-1, jafntefli. Grindavík - Selfoss 1-1 1-0 Grétar Ólafur Hjartarson (22.) 1-1 Auðun Helgason, sjm. (57.) Grindavíkurvöllur - Áhorfendur: 778 Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 11-11 (5-2) Varin skot: Rúnar 1– Jóhann 5 Horn: 3-6 Aukaspyrnur fengnar 9-9 Rangstöður 4-3 Grindavík 4-4-2 Rúnar Dór Daníelsson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsey 6 (89. Alexander Magnússon - ) Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 7 Páll Guðmundsson 5 (61. Óli Baldur Bjarnason 6 ) Grétar Ólafur Hjartarson 7 Gilles Daniel Mbang Ondo 7 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 8 – maður leiksinsStefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 5 Guðmundur Þórarinsson 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (72. Arilíus Marteinsson -) Einar Ottó Antonsson 6 Jón Guðbrandsson 6 (83. Andri Freyr Björnsson - ) Jón Daði Böðvarsson 7 Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Grindvíkingar náðu ekki að komast upp fyrir Selfyssinga og úr fallsætinu eftir ,1-1, jafntefli í botnslagnum suður með sjó í kvöld. Grétar Ólafur Hjartarson skoraði mark Grindvíkinga en Auðun Helgason skoraði sjálfsmark og því var jafntefli niðurstaðan. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Grindvíkingar í ellefta sæti með 6 stig, en Selfyssingar með einu stigi meira í því tíunda. Með sigri gátu heimamenn komist upp fyrir Selfyssinga og í leiðinni úr fallsæti í fyrsta skipti á þessu tímabili. Það var því sannkallaður sex stiga leikur suður með sjó í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst frá fyrstu mínútunum að Grindvíkingar ætluðu að selja sig dýrt. Heimamenn sóttu án afláts í fyrri hálfleiknum og strax á 10. mínútu komst Gilles Mbang Ondo einn í gegn um vörn Selfyssinga og náði fínu skoti að markinu en Jóhann Ólafur varði vel fyrir gestina. Fjórum mínútum síðar komst Jósef Kristinn Jósefsson einn í gegn um vörn Selfyssinga ,eftir frábæra stungusendingu frá Gilles Mbang Ondo, og átti gott skot að markinu en aftur varði Jóhann Ólafur frábærlega. Það var síðan á 22. mínútu leiksins sem heimamenn náðu að brjóta ísinn , en þá skoraði Grétar Ólafur Hjartarson virkilega flott mark eftir að hafa sloppið einn í gegn um vörn Selfyssinga. Eftir markið héldu Grindvíkingar áfram að pressa á Selfyssinga og í raun ótrúlegt að staðan hafi bara verið 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik komu gestirnir tvíefldir til baka og nýttu sér að spila með vindinum. Hægt og rólega juku Selfyssingar pressuna að marki Grindvíkinga og á 49. mínútu var mark dæmt af Selfyssingum. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem Guðmundur Þórarinsson tók af 35 metra færi. Boltinn endaði í slánni og hrökk út til Davíðs Birgissonar sem renndi honum í netið. Dómarinn dæmdi aftur á móti markið af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar náðu Selfyssingar að jafna metin en þá varð Auðun Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þar var aftur á ferðinni Guðmundur Þórarinsson en hann tók frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Jóni Daða Böðvarssyni sem skallaði boltann í slánna og niður í jörðina. Auðun Helgason reyndi því næst að hreinsa boltann frá með þeim afleiðingum að hann skoraði sjálfsmark. Bæði liðin voru líklega í restina að ná inn sigurmarkinu en það hafðist ekki og því lyktaði leiknum með ,1-1, jafntefli. Grindavík - Selfoss 1-1 1-0 Grétar Ólafur Hjartarson (22.) 1-1 Auðun Helgason, sjm. (57.) Grindavíkurvöllur - Áhorfendur: 778 Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 11-11 (5-2) Varin skot: Rúnar 1– Jóhann 5 Horn: 3-6 Aukaspyrnur fengnar 9-9 Rangstöður 4-3 Grindavík 4-4-2 Rúnar Dór Daníelsson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsey 6 (89. Alexander Magnússon - ) Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 7 Páll Guðmundsson 5 (61. Óli Baldur Bjarnason 6 ) Grétar Ólafur Hjartarson 7 Gilles Daniel Mbang Ondo 7 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 8 – maður leiksinsStefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 5 Guðmundur Þórarinsson 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (72. Arilíus Marteinsson -) Einar Ottó Antonsson 6 Jón Guðbrandsson 6 (83. Andri Freyr Björnsson - ) Jón Daði Böðvarsson 7 Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira