Fótbolti

Del Bosque: Við spiluðum stórkostlega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ein af stóru tíðindum kvöldsins voru þau að Del Bosque brosti.
Ein af stóru tíðindum kvöldsins voru þau að Del Bosque brosti.

Það kom fáséð bros á andlit spænska landsliðsþjálfarans, Vicente Del Bosque, eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í kvöld.

Hann hrósaði hinum mögnuðu leikmönnum sínum í hástert.

"Allir leikmenn liðsins voru stórkostlegir í kvöld. Við megum samt ekki gleyma okkur í gleðinni því það er einn leikur eftir," sagði Del Bosque.

"Allt frá aftasta til fremsta manns. Það voru allir frábærir. Mér fannst við spila stórkostlega."

Del Bosque á eðlilega von á erfiðum leik í úrslitum.

"Við vitum út á hvað hollenskur bolti gengur og þetta verður erfiður leikur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×