Fótbolti

Xavi: Ég vil að við njótum úrslitaleiksins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Xavi og markaskorari gærdagsins, Carles Puyol.
Xavi og markaskorari gærdagsins, Carles Puyol.
Nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn þegar Spánverjar mæta Hollendingum. Miðjumaðurinn Xavi segist vonast til þess að Spánverjar geti umfram allt notið úrslitaleiksins. Spánverjar geta þar með fylgt í fótspor Vestur-Þjóðverja og Frakka og verið handhafi Evrópu- og heimsmeistaratitilsins á sama tíma. Xavi átti góðan leik í dag en þrátt fyrir að vera ekki alltaf áberandi er hann algjör lykilmaður í liði Spánverja og án efa einn besti leikmaður þess á mótinu. Framlag hans er oft vanmetið. "Við skulum njóta leiksins. Við tileinkum sigrinum á Þjóðverjum öllum Spánverjum. Ef við spilum eins á sunnudaginn og við gerðum í þessum leik, eigum við mikla möguleika á að vinna," sagði Xavi. "Við spiluðum eins og við vildum spila. Núna er leikur framundan gegn Hollandi sem er frábært lið. Þeir spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta. Við þurfum að nota allt sem við eigum gegn þeim," sagði Xavi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×