Fótbolti

Forseti Nígeríu lét segjast á Facebook

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu.
Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu. Nordic Photos / AFP

Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, hætti við að setja landsliðið í bann eftir að hann var hvattur til þess á Facebook-síðunni sinni.

Jonathan ákvað að setja landslið Nígeríu í bann í tvö ár eftir skelfilegt gengi liðsins á HM í Suður-Afríku.

En á mánudaginn hætti hann við það eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hótaði að banna nígerískum landsliðum frá þátttöku í alþjóðlegri keppni. Strangar reglur ríkja gegn því að yfirvöld hafi óeðlileg afskipti af knattspyrnumálum í viðkomandi landi.

En Jonathan sagði að hann hefði hætt við vegna þess að hann hafi verið hvattur til þess á Facebook-síðunni sinni.

„Ég hef hlustað á raddir ykkar," skrifaði hann á síðuna. „Ég las ummæli ykkar og tók þau til greina í ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fella úr gildi bann um þátttöku Nígeríu í alþjóðlegri knattspyrnu."

FIFA hefur sagt að náið yrði fylgst með þróun mála í Nígeríu eftir þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×