Fótbolti

Forlan spilaði meiddur í undanúrslitunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Forlan.
Diego Forlan. Nordic Photos / Getty Images

Diego Forlan spilaði meiddur í undanúrslitaleik Úrúgvæ og Hollands í gær var tekinn af velli undir lok leiksins vegna meiðslanna.

„Hann átti í vandræðum strax frá fyrstu mínútu," sagði Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, eftir leikinn. Forlan skoraði engu að síður glæsilegt mark með langskoti undir lok fyrri hálfleiks.

Tabarez ákvað svo að skipta honum af velli undir lok leiksins. „Hann var meiddur og gat ekki haldið áfram. Það var ákveðið að setja einhvern frískan inn á völlinn í hans. Hann var ekki alvarlega meiddur en það var ljóst að hann var ekki 100 prósent heill."

Hollendingar unnu leikinn, 3-2, og mæta annað hvort Þýskalandi eða Spáni í úrslitaleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×