Fótbolti

Þjóðverji myrti tvo Ítala vegna HM-rifrildis

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fabio Cannacaro lyftir fjórða heimsmeistaratitli Ítala.
Fabio Cannacaro lyftir fjórða heimsmeistaratitli Ítala. GettyImages
Þýskur maður er sakaður um að myrða ítalskt par eftir að rifrildi vegna HM fór úr böndunum. Atvikið átti sér stað í Hannover í Þýskalandi en maðurinn náðist á spænsku eyjunni Mallorca. Fólkið reifst heiftarlega þegar parið hélt því (réttilega) fram að Ítalir hefði unnið fleiri heimsmeistaratitila en Þjóðverjar. Ítalir hafa unnið fjóra en Þjóðverjar þrjá. Þýski maðurinn fór í burtu en sneri aftur með 9mm skambyssu og hann er svo talinn hafa myrt fólkið. Hann verður dreginn fyrir rétt í heimalandi sínu á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×