Fótbolti

Rooney sleikir sárin á Barbados

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney er kominn í langþráð frí og ekki veitir honum af fríinu eftir vonbrigðin á HM þar sem hvorki hann né enska landsliðið komst í gang.

Rooney virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik í fríinu á Barbados en þar var hann myndaður skælbrosandi að leika við son sinn, Kai, í sjónum.

Með í för er að sjálfsögðu eiginkona hans, Coleen, og vinir þeirra.

Hægt er að sjá myndir úr fríi þeirra hjóna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×