Fótbolti

HM 2010 það þriðja fjölmennasta í sögunni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Þessi snót grét þegar Brasilía datt út á HM.
Þessi snót grét þegar Brasilía datt út á HM. GettyImages
Þrátt fyrir að fjöldi leikja hafi ekki verið fyrir framan þéttar áhorfendastúkur er heildarfjöldi áhorfenda í Suður-Afríku kominn yfir þrjár milljónir. Þetta gleður FIFA mikið. Eftir undanúrslitaleikina höfðu 3.057.000 manns, rúmar þrjár milljónir, mætt á leikina 62. Það gera 49.134 á hverjum leik að meðaltali. Það setur mótið árið 2010 í þriðja sæti yfir fjölmennustu HM frá upphafi, á eftir Bandaríkjunum árið 1994 og Þýskalandi árið 2006. Fáir leikir hafa verið uppseldir á mótinu og margir hafa reyndar gagnrýnt talningu FIFA á sumum leikjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×