Fótbolti

Lahm: Gríðarleg vonbrigði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lahm var svekktur eftir leik.
Lahm var svekktur eftir leik.

Philipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, var niðurbrotinn maður eftir tapið gegn Spánverjum í undanúrslitum HM í kvöld.

Eftir að hafa flogið hátt og skorað mikið brotlentu Þjóðverjar í kvöld og náðu ekki að skora.

"Þetta var virkilega erfitt enda ekki við öðru að búast gegn liðinu sem spáð var titlinum. Spánn er frábært lið," sagði Lahm.

"Við vorum ekki nógu hugrakkir í fyrri hálfleik. Við fengum færi í síðari hálfleik en nýttum það ekki. Þessi niðurstaða er gríðarleg vonbrigði. Við vildum miklu meira en náðum því ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×