Enski boltinn

Hodgson vill fá Ruiz til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bryan Ruiz fagnar marki í leik með landsliði Kostaríku.
Bryan Ruiz fagnar marki í leik með landsliði Kostaríku.

Enskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool, ætli sér að kaupa Bryan Ruiz frá FC Twente í Hollandi.

Því er haldið fram að félögin eigi nú í viðræðum við Ruiz, sem er 24 ára gamall miðvallarleikmaður frá Kostaríku.

Hann skoraði 24 mörk fyrir FC Twente á síðasta tímabili og er verðmetinn á þrettán milljónir punda.

Hodgson mun hafa fylgst vel með Ruiz á meðan hann var knattspyrnustjóri Fulham en Ruiz var lykilmaður í liði Twente sem varð hollenskur meistari á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×