Fótbolti

Neuer: Spánverjar áttu skilið að vinna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neuer og félagar voru niðurlútir í leikslok.
Neuer og félagar voru niðurlútir í leikslok.

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer viðurkenndi eftir leikinn í kvöld að Spánverjar hefðu verið betri og átt sigurinn skilinn.

"Þetta eru vissulega gríðarleg vonbrigði. Við hefðum getað unnið en gerðum það ekki. Svona er fótboltinn. Nú er það bronsið en að sjálfsögðu vildum við spila um gull," sagði Neuer en hann hefur staðið sig frábærlega á mótinu.

"Það vantaði hugrekkið hjá okkur og við fengum fá færi. Við sóttum meira í hinum leikjunum en það þýðir ekki að velta sér upp úr því. Spánverjar skildu eftir lítið pláss á vellinum. Þeir fengu mörg færi og áttu skilið að vinna. Ég óska þeim alls hins besta í úrslitaeliknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×