Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2025 12:01 Leikmenn Monaco áttu erfitt með að höndla hitann og fækkuðu fötum í flugvélinni. Skjáskot/Snapchat Leikmenn Monaco lentu í vandræðum með að ferðast af stað til Belgíu í gær, fyrir leikinn við Club Brugge í Meistaradeild Evrópu, og voru hreinlega að stikna úr hita í flugvél sem á endanum fór ekki á loft. Til stóð að Monaco-liðið myndi ferðast í gær en eitthvað kom upp á varðandi flugvélina. Leikmenn biðu inni í vélinni, án loftkælingar í steikjandi hita, og tóku til þess ráðs að fækka fötum og sveifla bæklingum til að freista þess að kæla sig niður. Hollendingurinn Jordan Teze sýndi frá þessu á samfélagsmiðlum og einnig hvernig leikmenn fóru svo á endanum út úr flugvélinni og stóðu fyrir utan hana á nærbuxunum. 🥵 Petit problème d’air conditionné dans l’avion qui doit mener les monégasques à Bruges ! 😂 pic.twitter.com/5wBieBhYz6— ASMHistoire 🇲🇨 (@ASMHistoire) September 17, 2025 Á endanum var sú ákvörðun tekin að fresta ferð liðsins og fljúga frekar í dag, á leikdag, en leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ljóst er að Paul Pogba, sem féll á lyfjaprófi haustið 2023, verður ekki með Monaco-liðinu en hann þarf tíma til að komast í betra form áður en hann byrjar að spila að nýju, eftir að hafa síðast spilað leik fyrir tveimur árum. Adi Hutter, þjálfari Monaco, sagði við blaðamenn í gær: „Því miður gátum við ekki ferðast í dag. Ég veit ekki hvort þetta hefur einhver áhrif því við erum fagmenn og breyttum áætluninni strax. Við förum því til Brugge á morgun [í dag] sem er besta lausnin, sérstaklega fyrst við gerðum það líka fyrir leikinn við Auxerre á laugardaginn þegar við ferðuðumst á leikdag.“ „Það voru tæknilegar ástæður fyrir því að það var ekki hægt að fljúga, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra. Þess vegna ákváðum við að fresta ferðinni,“ sagði Hutter. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Til stóð að Monaco-liðið myndi ferðast í gær en eitthvað kom upp á varðandi flugvélina. Leikmenn biðu inni í vélinni, án loftkælingar í steikjandi hita, og tóku til þess ráðs að fækka fötum og sveifla bæklingum til að freista þess að kæla sig niður. Hollendingurinn Jordan Teze sýndi frá þessu á samfélagsmiðlum og einnig hvernig leikmenn fóru svo á endanum út úr flugvélinni og stóðu fyrir utan hana á nærbuxunum. 🥵 Petit problème d’air conditionné dans l’avion qui doit mener les monégasques à Bruges ! 😂 pic.twitter.com/5wBieBhYz6— ASMHistoire 🇲🇨 (@ASMHistoire) September 17, 2025 Á endanum var sú ákvörðun tekin að fresta ferð liðsins og fljúga frekar í dag, á leikdag, en leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Ljóst er að Paul Pogba, sem féll á lyfjaprófi haustið 2023, verður ekki með Monaco-liðinu en hann þarf tíma til að komast í betra form áður en hann byrjar að spila að nýju, eftir að hafa síðast spilað leik fyrir tveimur árum. Adi Hutter, þjálfari Monaco, sagði við blaðamenn í gær: „Því miður gátum við ekki ferðast í dag. Ég veit ekki hvort þetta hefur einhver áhrif því við erum fagmenn og breyttum áætluninni strax. Við förum því til Brugge á morgun [í dag] sem er besta lausnin, sérstaklega fyrst við gerðum það líka fyrir leikinn við Auxerre á laugardaginn þegar við ferðuðumst á leikdag.“ „Það voru tæknilegar ástæður fyrir því að það var ekki hægt að fljúga, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra. Þess vegna ákváðum við að fresta ferðinni,“ sagði Hutter.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira