Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2025 11:01 Bragi Rúnar Axelsson var dæmdur í bann eftir að hafa í bræði sinni kastað þessum stól í átt að leikmönnum ÍBV, samkvæmt úrskurði Aganefndar HSÍ. Skjáskot/Youtube Þjálfari handboltaliðs Harðar frá Ísafirði, og forsvarsmaður félagsins sem kastaði stól í átt að Eyjamönnum, hafa verið úrskurðaðir í leikbann, eftir lætin við lok bikarleiksins við ÍBV 2 í Vestmannaeyjum á dögunum. ÍBV 2 vann leikinn, 36-35, eftir vægast sagt dramatíska lokamínútu og voru Harðverjar afar óánægðir með dómgæsluna. Þeir voru sérstaklega ósáttir með atburðarásina þegar Hörður var yfir, 35-34, gat náð tveggja marka forskoti og þjálfari liðsins, Pedro Nunes, ætlaði að taka leikhlé. Hann setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið en leikurinn var ekki stöðvaður strax og var boltinn svo dæmdur af Herði vegna sóknarbrots, eins og sjá má hér að ofan. Nunes mótmælti harðlega og fékk rautt spjald, og hefur nú verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna sinnar hegðunar. Einn af skráðum leikmönnum Harðar á leikskýrslu, Bragi Rúnar Axelsson, hefur hins vegar verið úrskurðaður í lengra bann. Hann fékk þriggja leikja bann vegna „ódrengilegrar“ hegðunar í leikslok, samkvæmt úrskurði aganefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að Bragi Rúnar, sem reyndar hefur verið forsvarsmaður Harðar og var ekki í búningi á bekknum, hafi snöggreiðst og kastað stól í átt að leikmönnum ÍBV 2. Samkvæmt greinargerð Harðar var það vegna þess sem á gekk innan vallar en aganefnd taldi að framkvæmd leiksins og önnur atvik breyttu engu um að hegðun hans hefði verið ódrengileg og kallaði á þriggja leikja bann. Stólakastið má sjá þegar tæpar tíu sekúndur eru eftir af myndbandinu hér að neðan. ÍBV 2 tekur á móti KA í byrjun október, í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins, en dregið var í gær. Annar í þriggja leikja bann fyrir gróft högg Annar handboltamaður var einnig úrskurðaður í þriggja leikja bann í gær. Það var Ásgeir Snær Vignisson leikmaður Víkings, vegna grófs leikbrots í leik gegn Fjölni í Grill 66 deildinni í síðustu viku. Aganefndin gat stuðst við myndbandsupptökur af leikbrotinu til að komast að sinni niðurstöðu, og má sjá brotið hér að neðan. Handbolti Hörður ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
ÍBV 2 vann leikinn, 36-35, eftir vægast sagt dramatíska lokamínútu og voru Harðverjar afar óánægðir með dómgæsluna. Þeir voru sérstaklega ósáttir með atburðarásina þegar Hörður var yfir, 35-34, gat náð tveggja marka forskoti og þjálfari liðsins, Pedro Nunes, ætlaði að taka leikhlé. Hann setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið en leikurinn var ekki stöðvaður strax og var boltinn svo dæmdur af Herði vegna sóknarbrots, eins og sjá má hér að ofan. Nunes mótmælti harðlega og fékk rautt spjald, og hefur nú verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna sinnar hegðunar. Einn af skráðum leikmönnum Harðar á leikskýrslu, Bragi Rúnar Axelsson, hefur hins vegar verið úrskurðaður í lengra bann. Hann fékk þriggja leikja bann vegna „ódrengilegrar“ hegðunar í leikslok, samkvæmt úrskurði aganefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að Bragi Rúnar, sem reyndar hefur verið forsvarsmaður Harðar og var ekki í búningi á bekknum, hafi snöggreiðst og kastað stól í átt að leikmönnum ÍBV 2. Samkvæmt greinargerð Harðar var það vegna þess sem á gekk innan vallar en aganefnd taldi að framkvæmd leiksins og önnur atvik breyttu engu um að hegðun hans hefði verið ódrengileg og kallaði á þriggja leikja bann. Stólakastið má sjá þegar tæpar tíu sekúndur eru eftir af myndbandinu hér að neðan. ÍBV 2 tekur á móti KA í byrjun október, í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins, en dregið var í gær. Annar í þriggja leikja bann fyrir gróft högg Annar handboltamaður var einnig úrskurðaður í þriggja leikja bann í gær. Það var Ásgeir Snær Vignisson leikmaður Víkings, vegna grófs leikbrots í leik gegn Fjölni í Grill 66 deildinni í síðustu viku. Aganefndin gat stuðst við myndbandsupptökur af leikbrotinu til að komast að sinni niðurstöðu, og má sjá brotið hér að neðan.
Handbolti Hörður ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira