Enski boltinn

Man. Utd vill kaupa Sneijder frá Inter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Massimo Moratti, forseti Inter, hefur staðfest að Man. Utd sé á höttunum eftir Hollendingnum Wesley Sneijder sem fer þessa dagana á kostum með hollenska landsliðinu á HM.

Þessi 26 ára gamli leikmaður var aðalmaðurinn í liði Inter sem vann sögulega þrennu á síðustu leiktíð.

Hann er með samning við Inter til ársins 2013.

"Áhugi United á Sneijder er raunverulegur. Ég er ekki að missa mig yfir þessu enda tel ég að hann verði áfram hjá Inter næstu árin," sagði Moratti sem útilokar þó ekki að selja leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×