Enski boltinn

Jovanovic samdi við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milan Jovanovic.
Milan Jovanovic. Nordic Photos / Getty Images

Milan Jovanovic er nú formlega genginn í raðir Liverpool á Englandi en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Jovanovic var án félags en samningur hans við Standard Liege í Belgíu rann út nú í sumar. Hann skrifaði undir samkomulag þess efnis í vetur að hann myndi semja við Liverpool áður en nýtt tímabil hæfist. Frá því var gengið í dag.

Talið var um tíma líklegt að Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og núverandi stjóri Inter á Ítalíu, myndi reyna að lokka Jovanovic til Ítalíu en nú er ljóst að ekkert verður af því.

„Það er mér mikill heiður að hafa samið við eitt stærsta félagsliðs heims," sagði Jovanovic sem er 28 ára gamall og skoraði sigurmarkið í óvæntum sigri Serba á Þjóðverjum í riðlakeppninni á HM í Suður-Afríku.

Þetta voru þó einu stigin sem Serbar fengu í riðlinum og þeir komust því ekki í 16-liða úrslitin. Þjóðverjar töpuðu hins vegar í undanúrslitum og spila við Úrúgvæ um þriðja sæti keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×