Fótbolti

Xabi: Einu skrefi frá bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xabi fagnar markinu með Puyol.
Xabi fagnar markinu með Puyol.

Miðjumaðurinn spænski, Xabi Alonso, var að vonum himinlifandi eftir sigurinn á Þjóðverjum í kvöld enda Spánverjar komnir í úrslit á HM í fyrsta skipti.

"Við urðum að standa okkur gegn frábæru liði. Við spiluðum af yfirvegun og þroska. Sérstaklega ef tekið er tillit til þess að þetta var undanúrslitaleikur á HM og sá fyrsti hjá Spáni," sagði Xabi.

"Við erum aðeins einu skrefi frá bikarnum. Það gekk erfiðlega að opna þá en síðan kemur Puyol eins og villimaður í teignum og klárar þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×