Fótbolti

Löw: Okkur skorti hugrekki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þýski landsliðsþjálfarinn, Joachim Löw, var auðmjúkur eftir tap hans manna gegn Spánverjum í kvöld. Hann sagði Spánverja einfaldlega hafa verið betri.

"Auðvitað erum við svekktir yfir því að hafa ekki komust í úrslit. Ég hrósa Spánverjum og Del Bosque þjálfara því þeir spiluðu frábærlega," sagði Löw.

"Á síðustu tveimur til þremur árum hefur þetta verið besta lið heims. Við komumst aldrei inn í þennan leik. Við gátum ekkert gert og sigur Spánverja er verðskuldaður.

"Við sáum strax í upphafi að þetta var ekki okkar leikur. Okkur skorti hugrekki og við vissum að við hefðum ekki sömu gæði í okkar leik. Það var hreinlega erfitt að ná af þeim boltanum. Það er samt erfitt að skilja af hverju við spiluðum ekki eins og við ætluðum að gera," sagði Löw sem getur væntanlega farið að þrífa bláu peysuna sína núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×