Fleiri fréttir

Sárt tap á heimavelli

Klúður á lokasekúndum Evrópuleiks Keflavíkur og danska liðsins Bakken Bears varð til þess að Danirnir mörðu sigur, 80-81, í leik sem Keflvíkingar áttu með húð og hári nánast frá upphafi til enda. Þeir náðu þó aldrei að stinga Danina af að ráði og með seiglu jöfnuðu þeir á lokamínútunum og unnu með því að skora úr tveimur vítaskotum í blálokin.

Henman sigraði Coria

Enski tenniskappinn Tim Henman er á góðri leið með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á ATP Masters-mótinu sem fram fer Houston í Bandaríkjunum. Henman vann Guillermo Coria örugglega í dag, 6-2 og 6-2 og er þar með næsta öruggur áfram, en tveir efstu leikmenn úr hvorum riðli komast í undanúrslit. Sama er einnig að segja um Andy Roddick

Baros frá í þrjár vikur

Enn aukast framherjavandræði Liverpool því í dag varð ljóst að Tékkinn Milan Baros, markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 10 mörk, verður frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðsla aftan í læri. Baros varð fyrir meiðslunum í landsleik gegn Makedóníu í gær og þurfti að fara af velli eftir aðeins 17 mínútur.

Rooney biðst fyrirgefningar

Wayne Rooney hefur beðið Sven-Göran Eriksson, landsliðseinvald Englendinga, afsökunar á hegðun sinni í leik Englendinga og Spánverja í Madrid í gærkvöldi. Rooney lét eins og óður maður og var heppinn að vera ekki rekinn út af áður en Eriksson ákvað að skipta honum af leikvelli.

Anthony sleppur við ákæru

Carmelo Anthony, framherji Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik, verður ekki ákærður fyrir að hafa marijúana í fórum sínum. Saksóknari í Denver, Colorado, ákvað að falla frá ákæru þar sem honum þótt ekki líklegt að Anthony yrði sakfelldur. Vinur Anthony, James Cunningham, hafði viðurkennt að fíkniefnið væri hans eign.

Einu höggi frá draumnum

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson var einu höggi frá því að komast á Evrópumótaröðina en hann lauk keppni á úrtökumótinu á Spáni í gær. Árangur hans á úrtökumótinu gefur honum engu að síður keppnisrétt á átta mótum á Evrópumótaröðinni sem og fullan keppnisrétt á áskorendamótaröðinni.

Fín frumsýning

Nýtt og lítt reynt íslenskt handboltalandslið sýndi fína takta gegn Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik hins nýráðna landsliðsþjálfara, Viggó Sigurðssonar. Liðin mættust í World Cup í Svíþjóð og þrátt fyrir mikla baráttu og ágætt spil tókst íslenska liðinu ekki að ná stigi úr leiknum sem tapaðist með eins marks mun, 29-28.

Ákærður fyrir nauðgun

Graham Stack, 23 ára markmaður hjá Arsenal var í dag ákærður fyrir að nauðga ungri konu. Stack er um þessar mundir á láni frá Arsenal til annarar deildar liðsins Millwall. Félagi hans Allan Smillie er einnig sakaður um þátttöku í glæpnum.

Chilavert skorar í kveðjuleiknum

Það var vel við hæfi að markvörðurinn litríki frá Paraguay, Jose Luis Chilavert,  skoraði í kveðjuleik sínum frá knattspyrnunni er hann spilaði með argentínska fyrstu deildar liðinu Valez Sarsfield í gærkvöldi.

Rússar gjörsigruðu Eista

<table style="WIDTH: 157pt; BORDER-COLLAPSE: collapse" cellspacing="0" cellpadding="0" width="209" border="0"><colgroup><col style="WIDTH: 54pt; mso-width-source: userset; mso-width-alt: 2633" width="72" /><col style="WIDTH: 7pt; mso-width-source: userset; mso-width-alt: 329" width="9" /><col style="WIDTH: 96pt; mso-width-source: userset; mso-width-alt: 4681" width="128" /></colgroup><tbody><tr style="HEIGHT: 12.75pt" height="17"><td class="xl22" style="BORDER-RIGHT: #ece9d8; BORDER-TOP: #ece9d8; BORDER-LEFT: #ece9d8; WIDTH: 157pt; BORDER-BOTTOM: #ece9d8; HEIGHT: 12.75pt; BACKGROUND-COLOR: transparent; mso-ignore: colspan" width="209" colspan="3" height="17"> <font face="Arial" size="2">Fjórir leikir eru búnir í undankeppni HM í knattspyrnu, en þrettán leikir fara fram í kvöld. Rússar unnu stórsigur á Eistum 4-0 í 3. riðli og skoruðu Kariaka, Izmailov, Sychev og Loskov mörkin. Kýpur tapaði heima 2-1 fyrir Ísrael þar sem sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikslok</font> </td></tr></tbody></table>

Hugmyndir um skautahöll í Firðinum

"Það hefur ekkert verið ákveðið í þessum efnum en þetta er vissulega nokkuð sem við erum að skoða," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er einn þeirra staða þar sem áhugi fer mjög vaxandi á skautaíþróttum og hugmyndir hafa verið uppi um að reisa þar næstu skautahöll landsins.

Dean Martin til Skagamanna

Dean Martin, sem leikið hefur með KA-mönnum undanfarin ár, er genginn til liðs við ÍA. Martin, sem er 32 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samning við Skagamenn en hann er ekki ókunnugur í herbúðum liðsins þar sem hann spilaði tíu leiki með liðinu árið 1998.

Jón Arnór með sextán stig

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska körfuboltaliðinu Dynamo frá St. Pétursborg héldu áfram sigurgöngu sinni í Evrópudeildinni á þriðjudagskvöldið en þá bar liðið sigurorð af úkraínska liðinu Khimik, 107-99, á heimavelli. Þetta var þriðji sigur liðsins í jafn mörgum leikjum og er liðið það eina taplausa í D-riðli deildarinnar.

Í heiðurshof fangbragða

Herði Gunnarssyni, formanni Glímudómararfélags Íslands, var um helgina veitt sérstök heiðursviðurkenning frá Alþjóðlegu fangbragðasamtökunum og var í leiðinni boðið sæti í heiðurshofi samtakanna þar sem aðeins þrettán menn sitja.

Nash erfiður gömlu félögunum

Steve Nash sneri aftur til Dallas í NBA-deildinni í fyrrinótt með nýju félögum sínum í Phoenix Suns og hafði sigur 107-101 í hörkuleik. Nash átti fínan leik, skoraði 17 stig og gaf heilar 18 stoðsendingar þótt það hafi reyndar kostað hann það að tapa 10 boltum.

Danir gerðu jafntefli í Tbilisi

Danir náðu aðeins jafntefli gegn Georgíumönnum í 2. riðli undankeppni HM í kvöld, en leikið var í Tbilisi. Jon Dahl Tomasson kom Dönum yfir strax á 9. mínútu en Demetradze jafnaði á 33. mínútu. Jon Dahl Tomasson kom Dönum aftur yfir á 64. mínútu en Georgíumenn jöfnuðu tíu mínútum síðar og þar við sat.

Frakkar yfir í hálfleik 19-13

Frakkar eru með sex marka forskot gegn okkar mönnum í hálfleik á heimsbikarmótinu í handknattleik sem fram fer í Svíþjóð. Eftir góða byrjun Íslendinga hafa Frakkar verið sterkari, en okkar menn geta þó nagað sig í handabökin því þeir hafa farið mjög illa með nokkur úrvals færi. Atkvæðamestur í íslenska liðinu er Markús Máni Michaelsson með sex mörk.

Úkraína og Portúgal gera vel

Úkraínumenn sigruðu Tyrki 3-0 í 2. riðli undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld. Gusev gerði fyrsta markið á 9. mínútu, Andrei Shevchenko bætti öðru við á þeirri 17. og hann innsiglaði síðan sigurinn á lokamínútunni með sínu öðru marki í leiknum.

Íslendingar steinlágu gegn Frökkum

Íslendingar steinlágu gegn Frökkum 38-29 á heimsbikarmótinu í handknattleik í Svíþjóð í kvöld. Atkvæðamestir hjá okkar mönnum voru Róbert Gunnarsson með 7 mörk, Markús Máni Michaelsson með 6 og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Einar Hólmgeirsson gerðu 5 mörk hvor.

Belgar töpuðu heima

Belgar töpuðu óvænt heima gegn Serbíu & Svartfjallalandi í 7. riðli undankeppni HM í kvöld. Vukic og Kezman skoruðu mörkin Grikkir sigruðu Kazakhstan örugglega 3-0 með tveimur mörkum frá Charisteas og einu frá Katsouranis í 2. riðli. Baltiev skorað mark Kazakhstan út víti. Í 7. riðli sigruðu Litháar San Maríón 0-1 á útivelli með marki frá Cesnauskis á 41. mínútu. Í 1. riðli sigruðu Hollendingar Andorramenn örugglega 3-0 á útivelli. Philip Cocu, Arjen Robbben og Wesley Sneijder skoruðu mörkin

Rooney til vandræða.

Það gekk ekki vel hjá Englendingum í fyrri hálfleik gegn Spánverjum í vináttuleik liðanna nú í kvöld. Asier Del Horno, leikmðar Bilbao, skoraði eina mark fyrri hálfleiks með góðu skallamarki, en Englendingar eru þó heppnir að vera aðeins einu marki undir því gulldrengurinn Raul lét Paul Robinson verja frá sér vítaspyrnu. Það sem bar þó helst til tíðinda í fyrri hálfleiknum var hegðun Wayne Rooney. Hann var bókaður fyrir að ýta kjánalega við Iker Casillas markverði Spánverja og var svo heppinn að fá ekki annað gult spjald fyrir brot á Carlos Marchena áður en Sven Goran Eriksson sá sig nauðugan til að skipta honum útaf.

Spánverjar sigruðu Englendinga 1-0

Spánverjar sigruðu Englendinga 1-0 á Santiago Bernabeu með skallamarki frá Asier Del Horno í fyrri hálfleik í vináttulandsleik þjóðannan í kvöld. Frakkar og Pólverjar gerðu markalaust jafntefli og Ítalir sigruðu Finna 1-0 með marki frá Fabrizio Miccoli leikmanni Juventus. Loks sigruðu Svíar Skota í Skotlandi með fjórum mörkum gegn engu. Alback gerði tvö mörk fyrir Svíana í kvöld og þeir Elmander og Berglund sitt markið hvor. McFadden minnkaði muninn fyrir skota með marki úr vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok.

Bryant meiddur á fæti

Kobe Bryant hjá LA Lakers í NBA-körfuboltanum á við meiðsli að stríða í vinstri fæti.

Lebron James átti stórleik

Lebron James er að spila vel fyrir Cleveland Cavaliers, en liðið vann sinn fjórða leik í röð á dögunum þegar það lagði Golden State Warriors.

Gerrard leikfær á laugardaginn

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er orðinn leikfær á ný eftir tveggja mánaða fjarveru og segist tilbúinn í slaginn gegn Middlesbrough á laugardaginn.

Ætlar sér sigur á HM 2006

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, ætlar sér sigur á HM í Þýskalandi 2006.

Sharapova vann WTA

Hin rússneska Maria Sharapova bar sigur úr býtum í WTA Tour-meistarakeppninni í tennis í fyrrakvöld.

Þjóðverjar yfir í hálfleik

Þjóðverjar hafa tveggja marka forystu, 15-13, í hálfleik gegn Íslendingum á World Cup-mótinu sem hófst í Svíþjóð í dag. Íslendingar hafa elt þýska liðið allan fyrri hálfleikinn en hafa náð að halda sér í seilingarfjarlægð og eiga því enn ágæta möguleika.

Eins marks tap gegn Þjóðverjum

Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 28-29, fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Word Cup-mótinu í Svíþjóð. Þjóðverjar höfðu yfir í hálfleik, 15-13, og leiddu nánast allan leikinn.

Tókst ekki hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson náði ekki markmiði sínu að komast á evrópsku mótaröðina í golfi þegar hann lauk keppni á úrtökumótinu á Spáni í dag og munaði aðeins einu höggi að hann kæmist í umspil. Birgir Leifur lék lokahringinn í dag á 73 höggum eða einu yfir pari og hafnaði í 40. sæti.

Fyrsta tap Njarðvíkinga

Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik í vetur í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lá á heimavelli fyrir Snæfelli með tveggja stiga mun, 81-83 en þá lauk 7. umferð. Tindastóll lá á heimavelli fyrir Hamar/Selfoss, 82-93, KFÍ tapaði einnig á heimavelli fyrir ÍR, 100-122 og Fjölnismenn lögðu Skallagrím á heimavelli, 87-72.

Jón Arnór skoraði 16 stig

Dynamo St. Petersburg bar í kvöld sigurorð af Khimik, 107-99, í rússnesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik.

Helgi Reynir til Snæfells

Helgi Reynir Guðmundsson körfuknattleiksmaður, sem nýlega sagði skilið við meistaraflokkslið KR, staðfesti í samtali við Vísi að hann væri genginn til liðs við Snæfell.

Miller farinn frá Grindavík

Justin Miller, leikmaður Grindavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik, er hættur að leika með liðinu vegna veikinda í fjölskyldunni.

Uppnám vegna stórleiks á Spáni

Svo gæti farið að á annan tug milljóna manna á Spáni missi af einum stærsta knattspyrnuleik ársins þar í landi þegar Barcelona tekur á móti Real Madrid á laugardagskvöldið n.k. Deilur á milli rétthafa og sjónvarpsstöðva þar í landi gætu valdið því að yfir 15 milljónir manna fái ekki að sjá leikinn.

Birgir Leifur í 30.-43. sæti

Það ræðst á morgun þriðjudag hvort kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson nái fullum réttindum til að keppa á evrópsku mótaröðinni í golfi en þá leikur hann síðasta hringinn á úrtökumótinu sem nú fer fram á San Roque golfvellinum á Spáni. Bigir Leifur lék á gamla vellinum í dag á 73 höggum eða einu yfir pari og er í 30.-43. sæti fyrir lokahringinn.

Þarf að spila sinn besta leik

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er í 30.-40. sæti fyrir síðasta daginn á inntökumóti fyrir evrópsku mótaröðina sem fram fer á Spáni en hann spilaði fimmta hringinn á einu höggi yfir pari í gær. Verður hann aldeilis að spýta í hanskann en aðeins 35 efstu menn eftir lokahringinn í dag vinna fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári.

Getum sigrað Þjóðverja

Íslenska landsliðið í handbolta hefur keppni á World Cup í Svíþjóð í dag er þeir mæta Evrópumeisturum Þjóðverja. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Viggós Sigurðssonar en hann fór út með mjög breytt lið frá síðustu keppni en alls koma átta nýir leikmenn inn í hópinn.

Keflavík lagði nágrannana

Keflavík tyllti sér í 2. sæti Intersport deildar karla í körfubolta í kvöld með 84-73 sigri á Grindavík í 7. umferð. Keflvíkingar eru nú með 10 stig í 2. sæti en aðeins tveir leikir hafa farið fram í umferðinni og getur staðan því hæglega breyst. Umferðinni lýkur annað kvöld.

Ég verð bestur

Sænski knattspyrnusnillingurinn Zlatan Ibrahimovic er ekki aðeins þekktur fyrir að fara fimlega með knöttinn heldur ekki síður fyrir það sem hann á til að láta út úr munni sér. Zlatan sem leikur nú með Juventus á Ítalíu er ekki í neinum vafa um að hann verði besti knattspyrnumaður heims."Aðeins meiðsli geta komið í veg fyrir að ég verði besti framherji í heimi"

Holyfield neitar að gefast upp

Evander Holyfield, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt í hnefaleik, neitar að gefast upp þrátt fyrir að hafa fengið háðulega útreið gegn hinum tiltölulega óþekkta Larry Donald í nótt. Holyfield, sem er orðinn 42 ára gamall, setti tóninn þegar hann féll í gólfið eftir að hafa reynt vinstri krók eftir aðeins 49 sekúndur og vann aðeins 1 lotu af 12.

Annað tap Pistons í röð

Meistarar Detroit Pistons töpuðu sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni gegn spútnikliði Utah Jazz í nótt, 93-108. Tyrkinn Mehmet Okur, sem Pistons lét fara í sumar, náði fram hefndum átti sinn besta leik á tímabilinu er hann skoraði 19 stig og tók 7 fráköst á 30 mínútum. Richard Hamilton var atkvæðamestur í liði Pistons með 21 stig.

Montgomerie sigraði Woods

Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie vann í dag eins dags hraðmót í Suður-Kóreu. Fyrirkomulag mótsins var með þeim hætti að kylfingar fengu vissa upphæð fyrir hverja unna holu og endaði Montgomerie með 5 milljónir króna. Tiger Woods, sem er í öðru sæti heimslistans, varð í öðru sæti með 3 og hálfa milljón. Ágóði kappana rennur til góðgerðamála.

Giggs hafnar tilboði United

Ryan Giggs, kantmaður Manchester United, hefur hafnað nýju samninstilboði félagsins um eins árs framlenginu á samningi sínum. Giggs vill enda feril sinn hjá United og hafði því vonast eftir að tilboð United myndi gera honum það kleift, en svo var ekki.

Shevchenko með tvö gegn Siena

AC Milan hefur yfir á heimavelli gegn Siena í hálfleik, 2-1. Úkraínumaðurinn snjalli, Andryi Shevchenko, hefur skorað bæði mörk Milan en Stefano Argili skoraði mark nýliða Siena. Topplið Juventus hefur yfir gegn Lecce á útvivelli með marki frá fyrirliðanum Alessandro del Piero eftir frábæran undirbúning Svíans Zlatans Ibrahimovic.

Sjá næstu 50 fréttir