Sport

Miller farinn frá Grindavík

Justin Miller, leikmaður Grindavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik, er hættur að leika með liðinu vegna veikinda í fjölskyldunni. Náinn ættingi Miller greindist nýlega með krabbamein og sáu leikmenn Grindavíkur langar leiðir að mikill skuggi hvíldi yfir Miller. Hann sóttist síðan eftir því af sjálfsdáðum að fá að snúa til síns heima og varð körfuknattleiksdeild Grindavíkur vitaskuld við þeirri bón. Miller hafði verið vaxandi með liði Grindavíkur og sýndi það m.a. á móti Keflavík á mánudagskvöldið að þar var öflugur körfuboltamaður á ferðinni. Forráðamenn liðsins leita nú að manni í hans stað en ekki eru miklar líkur á að það hafist fyrir undanúrslit Hópbílabikarsins sem fram fara á föstudagskvöldið. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×