Sport

Þjóðverjar yfir í hálfleik

Þjóðverjar hafa tveggja marka forystu, 15-13, í hálfleik gegn Íslendingum á World Cup-mótinu sem hófst í Svíþjóð í dag. Íslendingar hafa elt þýska liðið allan fyrri hálfleikinn en hafa náð að halda sér í seilingarfjarlægð og eiga því enn ágæta möguleika. Róbert Gunnarsson og Einar Hólmgeirsson hafa skorað þrjú mörk fyrir íslenska liðið, Jaliesky Garcia, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Markús Máni Michaelsson hafa skorað tvö mörk hver. Roland Eradze varði fimm skot í marki íslenska liðsins. Holger Glandorf og Florian Kehrmann hafa báðir ksorað fjögur mörk fyrir Þjóðverja,



Fleiri fréttir

Sjá meira


×