Sport

Birgir Leifur í 30.-43. sæti

Það ræðst á morgun þriðjudag hvort kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson nái fullum réttindum til að keppa á evrópsku mótaröðinni í golfi en þá leikur hann síðasta hringinn á úrtökumótinu sem nú fer fram á San Roque golfvellinum á Spáni. Bigir Leifur lék á gamla vellinum í dag á 73 höggum eða einu yfir pari og er í 30.-43. sæti fyrir lokahringinn. Ljóst er að hann verður að leika betur á morgun og helst vera undir pari til að ná einu af 35 efstu sætunum. Á morgun leikur Birgir á nýja vellinum en þar hefur honum gengið mun betur en á þeim eldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×