Sport

Spánverjar sigruðu Englendinga 1-0

Spánverjar sigruðu Englendinga á 1-0 á Santiago Bernabeu með skallamarki frá Asier Del Horno í fyrri hálfleik í vináttulandsleik þjóðannan í kvöld. Frakkar og Pólverjar gerðu markalaust jafntefli og Ítalir sigruðu Finna 1-0 með marki frá Fabrizio Miccoli leikmanni Perugia. Loks sigruðu Svíar Skota í Skotlandi með fjórum mörkum gegn engu. Alback gerði tvö mörk fyrir Svíana í kvöld og þeir Elmander og Berglund sitt markið hvor. McFadden minnkaði muninn fyrir skota með marki úr vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×