Sport

Bryant meiddur á fæti

Kobe Bryant hjá LA Lakers í NBA-körfuboltanum á við meiðsli að stríða í vinstri fæti. Rudy Tomjanovich, þjálfari liðsins, áætlaði að leiktími Bryants myndi styttast til að minnka álagið. Lamar Odom, samherji Bryants hjá Lakers sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af meiðslunum. "Hann er sannur meistari og algjört óargadýr," sagði Odom. "Ég sé aldrei muninn á því hvort hann sé meiddur eða heill heilsu, hann skilar alltaf sínu og rúmlega það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×