Sport

Fyrsta tap Njarðvíkinga

Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik í vetur í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lá á heimavelli fyrir Snæfelli með tveggja stiga mun, 81-83 en þá lauk 7. umferð. Tindastóll lá á heimavelli fyrir Hamar/Selfoss, 82-93, KFÍ tapaði einnig á heimavelli fyrir ÍR, 100-122 og Fjölnismenn héldu áfram að koma á óvart með velgengni sinni og lagði Skallagrím á heimavelli, 87-72.  Njarðvík er ennþá efst með 12 stig, Snæfell í 2. sæti með 10 stig,  Keflavík einnig með 10 stig í 3. sæti eins og Skallagrímur sem er einnig með 10 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×