Sport

Henman sigraði Coria

Enski tenniskappinn Tim Henman er á góðri leið með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á ATP Masters-mótinu sem fram fer Houston í Bandaríkjunum. Henman vann Guillermo Coria örugglega í dag, 6-2 og 6-2 og er þar með næsta öruggur áfram, en tveir efstu leikmenn úr hvorum riðli komast í undanúrslit. Sama er einnig að segja um Andy Roddick, Bandaríkjunum, en hann vann Rússann Marat Safin fyrir stundu, 7-6 og 7-6. Roger Federer, Svisslendingurinn sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins en hann vann Ástralann Lleyton Hewitt 6-3 og 6-4 í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×