Sport

Danir gerðu jafntefli í Tbilisi

Danir náðu aðeins jafntefli gegn Georgíumönnum í 2. riðli undankeppni HM í kvöld, en leikið var í Tbilisi. Jon Dahl Tomasson kom Dönum yfir strax á 9. mínútu en Demetradze jafnaði á þeirri 33. Jon Dahl Tomasson kom Dönum aftur yfir á 64. mínútu en Georgíumenn jöfnuðu tíu mínútum síðar og þar við sat. Í 3. riðli sigruðu Lettar Liechtenstein með þremur mörkum gegn einu. Verpakovskis, Zemlinskis og Prohorenkovs gerðu mörk Letta en Frick skoraði fyrir Liechtenstein. Portúgalar eru komnir 2-0 yfir á útivelli gegn Lúxembúrgurum í 3. riðli, en fyrra markið var sjálfsmark en Christiano Ronaldo, hin gríðarlega efnilegi leikmaður Manchester United, gerði það síðara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×