Sport

Í heiðurshof fangbragða

Herði Gunnarssyni, formanni Glímudómararfélags Íslands, var um helgina veitt sérstök heiðursviðurkenning frá Alþjóðlegu fangbragðasamtökunum og var í leiðinni boðið sæti í heiðurshofi samtakanna þar sem aðeins þrettán menn sitja. Hörður sótti ráðstefnu samtakanna í Pittsburgh í Bandaríkjunum um síðustu helgi og tók hann þar við viðurkenningunni. Hörður hefur undanfarin ár verið í broddi fylkingar við kynningu á íslensku glímunni bæði á Íslandi og erlendis auk þess sem hann hefur verið með bestu dómurum landsins um árabil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×