Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2025 15:40 Evrópumeistarar PSG og Englandsmeistarar Liverpool eru að sjálfsögðu með í drættinum í dag. Getty/James Gill Liðin 36 sem spila í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur fengu í dag að vita hvaða átta liðum þau mæta í þessari sterkustu félagsliðakeppni heims. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Líkt og á síðasta ári er liðunum ekki skipt upp í riðla heldur spila þau öll í einni 36 liða deild. Þau fá átta leiki hvert, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og mæta tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokkanna fjögurra. Fyrst voru leikirnir hjá liðunum í efsta styrkleikaflokki birtir og má sjá þá hér að neðan. Evrópumeistarar PSG mæta meðal annars Bayern, Barcelona og Tottenham, og Real Madrid þarf að glíma við bæði Liverpool og Manchester City. Leiki hvers liðs má sjá hér að neðan. Leikir liðanna í efsta flokki. Hvert lið leikur átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki.UEFA Arsenal var á meðal liðanna í styrkleikaflokki tvö og mætir Bayern, Inter og Atlético Madrid, auk fleiri liða. Hér að neðan eru leikir liðanna úr flokki tvö. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki tvö. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Á meðal liðanna í styrkleikaflokki þrjú voru Evrópudeildarmeistarar Tottenham sem mæta aftur Evrópumeisturum PSG en einnig Dortmund, Villarreal, Frankfurt og skandinavísku liðunum Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn. Hér að neðan má sjá leiki liðanna úr flokki þrjú. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki þrjú. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Sjötta enska liðið sem fékk að vita mótherja sína var Newcastle sem var í fjórða og neðsta flokknum, ásamt FC Kaupmannahöfn og fleiri liðum. Newcastle þarf meðal annars að glíma við Barcelona og PSG en Kaupmannahafnarbúar spila við Barcelona, Dortmund, Tottenham, Leverkusen og fleiri öflug lið. Hér má sjá leiki liðanna í fjórða flokknum. Leikir liðanna í flokki fjögur. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Fyrstu leikir í Meistaradeild Evrópu í ár verða 16., 17. og 18. september. Nákvæm dagsetning leikja liggur ekki strax fyrir. Styrkleikaflokkana fyrir dráttinn má sjá hér að neðan. Liðin mæta eins og fyrr segir hvert um sig tveimur liðum úr hverjum flokki. Flokkur 1: Paris Saint-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Borussia Dortmund, Barcelona Flokkur 2: Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Benfica, Atalanta, Villarreal, Juventus, Eintracht Frankfurt, Club Brugge Flokkur 3: Tottenham Hotspur, PSV Eindhoven, Ajax, Napoli, Sporting CP, Olympiacos, Slavia Prague, Bodø/Glimt, Marseille Flokkur 4: FC Kaupmannahöfn, Monaco, Galatasaray, Union Saint-Gilloise, Qarabağ, Athletic Bilbao, Newcastle United, Pafos, Kairat Almaty Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Líkt og á síðasta ári er liðunum ekki skipt upp í riðla heldur spila þau öll í einni 36 liða deild. Þau fá átta leiki hvert, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og mæta tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokkanna fjögurra. Fyrst voru leikirnir hjá liðunum í efsta styrkleikaflokki birtir og má sjá þá hér að neðan. Evrópumeistarar PSG mæta meðal annars Bayern, Barcelona og Tottenham, og Real Madrid þarf að glíma við bæði Liverpool og Manchester City. Leiki hvers liðs má sjá hér að neðan. Leikir liðanna í efsta flokki. Hvert lið leikur átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki.UEFA Arsenal var á meðal liðanna í styrkleikaflokki tvö og mætir Bayern, Inter og Atlético Madrid, auk fleiri liða. Hér að neðan eru leikir liðanna úr flokki tvö. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki tvö. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Á meðal liðanna í styrkleikaflokki þrjú voru Evrópudeildarmeistarar Tottenham sem mæta aftur Evrópumeisturum PSG en einnig Dortmund, Villarreal, Frankfurt og skandinavísku liðunum Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn. Hér að neðan má sjá leiki liðanna úr flokki þrjú. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki þrjú. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Sjötta enska liðið sem fékk að vita mótherja sína var Newcastle sem var í fjórða og neðsta flokknum, ásamt FC Kaupmannahöfn og fleiri liðum. Newcastle þarf meðal annars að glíma við Barcelona og PSG en Kaupmannahafnarbúar spila við Barcelona, Dortmund, Tottenham, Leverkusen og fleiri öflug lið. Hér má sjá leiki liðanna í fjórða flokknum. Leikir liðanna í flokki fjögur. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Fyrstu leikir í Meistaradeild Evrópu í ár verða 16., 17. og 18. september. Nákvæm dagsetning leikja liggur ekki strax fyrir. Styrkleikaflokkana fyrir dráttinn má sjá hér að neðan. Liðin mæta eins og fyrr segir hvert um sig tveimur liðum úr hverjum flokki. Flokkur 1: Paris Saint-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Borussia Dortmund, Barcelona Flokkur 2: Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Benfica, Atalanta, Villarreal, Juventus, Eintracht Frankfurt, Club Brugge Flokkur 3: Tottenham Hotspur, PSV Eindhoven, Ajax, Napoli, Sporting CP, Olympiacos, Slavia Prague, Bodø/Glimt, Marseille Flokkur 4: FC Kaupmannahöfn, Monaco, Galatasaray, Union Saint-Gilloise, Qarabağ, Athletic Bilbao, Newcastle United, Pafos, Kairat Almaty
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira