Sport

Úkraína og Portúgal gera vel

Úkraínumenn sigruðu Tyrki 3-0 í 2. riðli undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld. Gusev gerði fyrsta markið á 9. mínútu, Andrei Shevchenko bætti öðru við á þeirri 17. og hann innsiglaði síðan sigurinn á lokamínútunni með sínu öðru marki í leiknum. Portúgalar gerðu góða ferð til Lúxembúrg og gjörsigruðu heimamenn í kvöld með fimm mörkum gegn engu. Fyrsta markið var sjálfsmark en Ronaldo kom þeim í tvö núll og þannig var staðan í hálfleik. Maniche skoraði á þeirri 51. og Pauleta innsiglaði sigurinn með tveimur síðustu mörkunum. Fyrst á 67. mínútu og svo á þeirri 83. og þá úr vítaspyrnu. Í 8. riðli sigruðu Ungverjar Möltumenn 2-0 á útivelli með mörkum frá Gera og Kovacs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×